Alþýðublaðið - 13.08.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.08.1960, Blaðsíða 3
Fundur um fiskflutninga NOKKRIR áhugamenn um íiskflutninga í lofti komu sam- an til fundar í gær til þess að ræða um stofnun fyrirtækis, er te^ið gæti að sér fiskflutninga í lofti til útlanda og leyst það vandamál til frambúðar. Valur sigraði ÍBÁ 2:1 LEIK Vals og Akureyringa í I. deildarkeppninni í gærkvöldi lauk með sigri Vals 2:1, eftir jafnan leik_ Leikar stóðu 2:0 fyrir Val í hálfleik. kréna styrkur AMBASSADOR Dana í Rvík, Bjarne Poulsen, afhenti í gær Karli Ómari Jónssyni verkfræð ingi 10.000 kr. danskar (55 þús. kr. ísl.), í styrk, er hann skal verja til rannsókna á vandamál um í sambandi við stækkun og i’PPbyggingu hitaveitu á ís- landi. Styrkur þessi er veittur úr sjóði, sem I. C. Möller stofn- aði 1954 en markmið þess sjóðs er að veita styrki til vísinda- legra og listrænna þarfa, sem álitið er mikilvægt frá sjónar- miði þjóðfélagsins, er í hlut á, að styrkja. Má veita styrki úr sjóðnum bæði einstaklingum og félögum í Danmörku, ís- landi og Svíþjóð. ViSstaddir afhendingu styrks ins í gær voru Kaj Petersen hæstaréttarmálaflutningsmað- ur, er á sæti í stjórn sjóðsins, varaformaður Dansk.—ísl. fé- lagsins, Sigurður Nordal, fvrr- um ambassador íslands í Höfn, en hann á einnig sæti í stjórn sjóðsins og Jakob Gíslason raf- orkumálastjóri frá Verkfræð- ingafélagi íslands, sem mælt hafði með bví, að Karl Ómar Jónsson fengi styrkinn. Aðalhvatamaðurinn að fundi þessum var Steingrímur Magn- ússon í Fiskhöllinni, en auk hans sátu fundinn fulltrúar flugfélaganna beggja, Loftleiða og Flugfélags íslands. MIKIÐ VANDAMÁL. Eins og fram kemur í grein annars staðar í blaðinu í dag er það mikið vandamál hvernig flytja eigi kolann flugleiðis á erlendan markað, þar eð engar flugvélar íslenzkar eru lausar til slíkra flutninga nú. Þess vegna vill Steingrímur Magn- ússon í Fiskhöllinni koma á samstarfi flugfélaganna beggja um lausn á þessu vandamáli eða jafnvel stofna nýtt fyrir- tæki til þess að sjá um flutn- ir.gana. FLUGVÉL í HAUST. Loftleiðir hyggjast selja Sky mastervél í haust og hafa til skamms tíma haft í hyggju að selja þá flugvél til útlanda. En nú má vera, að nýtt fyrirtæki, er stofnað yrði um fiskflutn- inga vildi kaupa þá flugvél og nota hana til fiskflutninganna. Yrði það að sjálfsögðu hin á- kjósanlegasta lausn á vanda- málinu í sambandi við ílutn- ingu kolans á erlendan markað. Ekki var neitt ákveðið end- anlega á fundinum í gær, nema að halda annan fund síðar. ÞEIR ERU margir, Reyk- víkingar og gestir í bæn- um, sem hafa lagt leið sína að Tjörninni undanfarna góðviðrisdaga, enda er þar bæði fallegt Og friðsælt. Sérstaklega þykir þó börn- unum gaman að skoða fuglalífið og gefa öndun- um,. (Myndina tók Gísli Gestsson). mwttwwvvtwvvtwvniwv IANDSMOTI IMFi LAUGUM 1961 1500 km. löng utanlandsferð LENGSTA utanlandsferð, verður hluta úr degi. 1 LANDSMÓT Ungmenr.afé- lags íslands mun fara fram að Laugum árið 1961. Undirbún- ingsnefnd mótsins kom þar saman hinn 20. júlí síðastlið- inn. Nefndin skipti þar með sér störfum og athugaði allar aðstæður til hátíðahaldanna. 7 BÁTAR MEÐ LITLA SÍLD Raufarhöfn, 12. ágúst. GOTT veður var fyrir norð- an Langanes í gærkvöldi og nótt, en engar fréttir af veiði. Kuldagjóla var út af Austf jörð- um, og engar fréttir af veiði, nema hvað 7 bátar fengu lítils liáttar af millisíld inn á Reyðar- firði. Hoffel SIU, 300 mál, Gullfaxi NK, 450 mál, Kambaröst SU, 450, Örn Arnarson GK 200, Reykjaröst KE, 200, Víðir II. GK, 300 mál og 300 í fyrradag, Auður RE, 300 tunnui\ Staðurinn er mjög góður bæði með tilliti til íþrótta- keppni og móttöku gesta. Þar er stór og glæsilegur íþróttavöll ur, sem nýlega hefur verið stækkaður. Verið er að byggja palla fyrir áhorfendur umhverf is íþróttasvæðið. Húsakynni skólans að Laug- um eru mikil og hefur þar ver- ið unnið að viðbótarbyggingu, þar sem koma skai rúmgóður matsalur og eldhús. Landmóts- nefndin væntir þess, að viðbót- arbyggingunni verði lokið fvrir landsmótið næsta sumar. Aðstaða til starfsíþrótta er mjög góð. Keppt verður í þeim bæði úti og inni. Til þess eru rúmgóð salarkynni. Formaður undirbúnings nefndar að landsmótinu er Óskar Ágústsson, kennari að Laugum. sem farin hefur verið frá Is- landi, verður farin 2. sept. n. k. til Rússlands. Ér hér um að ræða 20 daga ferð á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins, í sam- ráði við ríkisferðaskrifstofu Ráðst j órnarríkj anna ist“. í ferð þessari verða heim- sóttar þrjár höfuðborgir Norð- urlanda, Helsinki, Stokkhólm- ur og Kaupmannahöfn og rúss- nesku stórborgirnar Moskva og Leningrad. Auk þess verður farið til Kákasus og 'Sochi við norðaustanvert Svartahaf. Fyrstu fimm dögum ferða- lagsins verður varið til dvalar í Moskvu og ferðarinnar þang- að. Þar verður hið fræga Kreml skoðað. Einnig verður farið á hina miklu landbúnaðar- og iðnsýningu í útjaðri Moskvu, og hið fræga Tretjakov-lista- safn með rússneskri list frá 12. —20. öld. Eftir dvölina í Moskvu verð- ur flogið til Kákasus með b°tu og dvalið í borginni Sochi við strönd Svartahafs í 4 daga Á þessum stað er mjög góð bað- strönd, og náttúrufegurð þar rómuð. Frá Sochi verður farið til Leningrad, og borgin skoðuð. Frá Leningrad verður svo farið með skemmtiferðaskipinu ,,Baltycka“ til Helsinki í Finn- landi. Á meðan dvalið er í Helsinki verður búið um borð í skipinu. Síðan verður siglt um sænska skerjagarðinn og til Stokkhólms, þar sem dvalið «-i fe « f. • u c Ly Li.. f - s e £ Þaðan verður farið til Kaup- mannahafnar og dvalið þar' í tvo daga og þaðan verður svo farið heim. Öll ferðin kostar 17900 kr. ísl. Leiðin, sem farin er mun „Intour-! vera um 15000 km., og þar með j ein sú lengsta utanlandsferð, sem farin hefur verið héðan. Ennþá mun vera hægt að láta skrá sig í ferð þessa. HWHUMmMMMHmtMMW Jbr/dr á togara ÞEGAR togarinn Apríl fór á veiðar frá Hafnar- firði nú í vikunni voru þar um borð þrjár stúlk- ur, tvær norskar og ein dönsk. Stúlkurnar, sem eru all ar innan við tvítugt, tóku að sér að annast matar- gerðina fyrir hina karl- mannlegu skipshöfn. Venjulega eru tveir mat- sveinar á togurum, en stúlkurnar ætla að skipta vinnunni á milli sín. Apríl er gerður út af Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar. »VWW*%WWWWWW%WWWI 1 í» .i 6 íl O fi u 'rf « -V fö « -SÁS 4 Alþýðublaðið — 13. ágúst 1960 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.