Alþýðublaðið - 13.08.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.08.1960, Blaðsíða 2
•ttsjkórar: GIslI J. Ástþórsson (áb.) og Benedlkt Gröridal. — Fulltrúar rit- •tjórin ar: Sigvaldl Hjálmarsson og IndriSi G. Þorsteínsson. — Fréttastjóri: : ®jörgvin GujBmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Augiýsingasiml: "314906. — ASsetur: AlþýSuhúsið. — Frentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- . ■Cata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasöiu kr. 3,00 ei&t. □di: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson, verður háð í Keflavík í október n.k. Nánar auglýst síðar. Björgvin Guðmun clss on formaður Sigurður Guðmundsson ritari Hannes í Uppbygging iðnaðar UN íiANFARIÐ hafa streymt til landsins ný gl|esileg fiskiskip, sem eiga eftir að skapa mikla atvinnu og afla þjóðarbúinu dýrmæts gjaldeyris. Víssulega er það gott, að íslendingar skuli geta erfdurnýjað fiskiskipaflota sinn, svo mjög sem þeir eiga allt sitt undir sjávarútvegi. En þó mun mörg um ofbjóða, hversu dýr hin nýju skip eru orðin. Fiskibátarnir, sem komið hafa undanfarið, hafa yf irfeit kostað 5 milljónir hver. Og hinir nýju togar aá sem eru að koma til landsins kosta 40—50 mill ■3 jónir hver. Það fer ekki hjá því, að menn hugleiði hversu mkrgar verksmiðjur væri unnt að reisa fyrir þetta fj^rmagn allt saman. Með því að benda á þetta. er A-jþýðublaðið ekki að segja, að við hefðum ekki áfct að kaupa hin nýju fiskiskip heldur reisa iðnaðar verksmiðjur í staðinn. En Alþýðublaðið telur, að bfiýna nauðsyn beri til, að auka fjárfestingu í iðn aainum. Við þurfum ný atvinnufyrirtæki, sem skap að geta vinnu og gjaldeyri. Við getum ekki stöðugt treyst eingöngu á sjávarútveginn. í sambandi við uppbyggingu iðnaðarins þarf einnig að athuga möguleikana á því að fá erlent fjármagn til stóriðju hér á landi. íslendingar mega ekki láta hræðslu við erlent f jármagn standa í vegi fyrir uppbygggingu stóriðju. í því efni getum við tekið frændur okkar Norðmenn til fyrirmyndar. Þeir hafa byggt upp stóriðjufyrirtæki með aðstoð erlends fjármagns. En þeir hafa gætt þess að hafa yfirráð fyrirtækjanna sjálfir og þess verða íslend ingar einnig að gæta. En íslenzka þjóðin er svo’fá menn, að ekki er við því að búast, að hún geti af eigin rammleik ráðizt í byggingu stóriðjufyrir táekja. í fallvötnum íslands býr hins vegar mikil óþeizluð orka og að því ber vissulega að vinna, að h|m verði hagnýtt. a norniny ýr Yndislegt veður. ýý Sagt um Laúgarvatn og bréf um það. ýj- Helgalaug í megnustu vanhirðu. ÍZ Þjóðminjavörður á að taka hana í sína um sjá. UNDANFARIÐ hefur veSur verið svo gott að óvenjueg't er. Alls staðar hefur fólkið reynt al nota það eftir beztu getu Ég hitti tvo menn, sem nýlega vorii á Laugarvatnt í nokkra daga og luku þeir upp einum munni um það, að það væri mikill dá- semdastaður. Þeir rómuðu fyrst og fremst sumarblíðuna og ljúf- lyndi náttúrunnar og bættu við, að sjálfu hótelinu væri stjórnað af mikilli alúð og myndarskap. Út á það höfðu þeir ekkert að setja. HINS VEGAR kvörtuðu þeir undan öðru. Þeir sögðu að utan húss væri allt í niðurníðslu. Þeir töluðu mest um strönd vatns- ins: smásteinar, naglar, glerbrot, járnarusl Hvers vegna ekki að aka þangað ægisandi og hella honum í fjöruna? Einnig fannst þeim illa gengið frá heimreið- inni og bílastæðum. Allt þetta þyrfti nauðsynlega að laga. Þeir sögðu að takmarkalausir mögu- leikar væru á Laugarvatni — og ég er sannfærður um það eins og þeir. FRÁ KUNNUM BORGARA, P. S., fékk ég í fyrradag bréf um þetta efnj og er það skrifað af tilefni greinar um Laugar- vatn, sem birtist nýlega hér í blaðinu, en þar var einmitt minnzt á sömu ágalla og menn- irnir tveir, sem ég ræddi við, voru að tala um Ég er sammála sjónarmiðum bréfritarans. Hér er bréf P.S.: „ÉG LAS í Alþýðublaðinu um daginn grein um Laugarvatn. Ég held að margir hafi misskilið margt í þeirri grein. Það sem er Hótel Garður geíur út ferða- mannablað ALÞÝÐUBLAÐINU hefur borizt fyrsta eintakið af ný-| stárlegu blaði. Er það blað er; Hótel Garður gefur út fvrir er- í lenda hótelgesti fyrst og fremst. Er blaðið gefið út í tilefni af. norræna lögfræðingamótinu,' sem hér er haldið. Blaðið er: fjórar síður og prentað á dönsku. í því eru erlendar fréttir, svo ov innlendar fréttir, einkum þær, er snerta þátttak- endur í norræna lögfræðinga- mótinu. Háskólastúdentar ann- ast nú hótelreksturinn á Garði. ] sagt um skúrana, gufubaðið, vatnið og grasleysið, það er ör- uggléga ekki 1 verkahring veit- iiigamannsins að ráða bót á, þar verður ríkið og sýslan að koma með fjárveitingu ÉG, SÉM ÞESSAR línur rita, hef dvalið á Laugarvatni nokkra daga með fjölskyldu minni í sumar og fyrrasumar. Okkur leið þar öllum prýðilega vel. Af öllum veitingamönnum, sem ég hef kynnzt, finnst mér hótel- stjórinn þar, Eysteinn Jóhannes- son, vera í fremsta flokki. Allan daginn er hann á þönum til að þóknast gestum sínum. Starfs- fólkið er flest ungt fólk og er merkilegt hvað honum tekst að vinna úr því. Ég þakka þeim öll- um fyrir vinsemdina og velvilj- ann, sem þau sýndu okkur öllum og tala ég þar örugglega fyrir munn fjölda gesta, sem þar hafa dvalizt." ÞETTA ER OG reynsla mín. Það er víst, að ríkið og sýslan, einnig Laugardalshreppur, þurfa að taka höndum saman um end- urbætur á Laugarvatni. Hótel- stjórinn þarf að leita til annarra aðila um allar endurbætur, enda er hann aðeins ráðinn forstöðu- maður hótelsins, hann hvorki á það né rekur það fyrir eigin reikning. Það væri honum áreið- anlega mikið gl'eðíefni ef bætt yrði úr þvl, sem aflaga fer þarna á þessum yndislega stað. EN MIG LANGAR TIL við- bötar að minnast á annað: ■—. Helgalaug, eða Vígslulaug, er £ frámunalegri vanhirðu — og iþað er fyrst og fremst til skammar fyrir allt þetta mikla skólahérað — og hreppsnefndina. Sögur herma, að í þessari laug hafi ver ið skírðir Sunnlendingar og Aust firðingar eftir kristnitökuna árið 1000 Einnig að þar hafi Norð- lendingar laugað lík Jóns Ara- sonar og sona hans er þau voru flutt frá Skálholti til Norður- landsins. Hér er því um að ræða einn merkasta sögustað landsins, LAUGIN ER í algerri van- hirðu. Það er nauðsynlegt að breytt verði um í þessu máli. É@ legg til að laugin verði að öllu leyti sett undir yfiráð hins á- gæta þjóðminjavarðar, Kristjáns Eldjárns, að hann gerj tillögur um verndun laugarinnar, aðbún að að henni og svo framvegis, en einhverjum ágætum heima- manni að Laugarvatni falið að hafa eftirlit með henni. — Ég hef minnzt á þetta áður, en ár- angurslaust. Ég vona að nú verðl um bætt. Hannes á horninu. . .. í SAMBANDI við sumar- fund Félags ísl. búfræðikan- didata verða flutt tvö erindi um landbúnað, laugardaginn 13. þ. m. í 1. kennslustofu há- skólans og hefst hið fyrra kl. 16.00. Öllum er heimill að- gangur. Fyrra erindið flytur Dr. T. S. Ronningen, frá Banda'dkj- unurn, en hann er aðalsér- íræðingur og eftirhtsmaður með tilraunum þeim, sem banda-ríska landbúnaðarráðu neytið styrkir í einstckum fylkjum. Mun hann ræða um rannsóknir á fóðurjurtum á norðlægum slóðum, en hann er m. a. kunnugur búnaðar- skilyrðum í Alaska. Hingað kom Dr. Ronning- en um síðustu helgi frá Norð- urlöndum, en þangað fór hann eftir að hafa sótt alþjóðagras ræktarráðstefnu í Bretlandi, sem haldin var í síðasta mán- uði. Hér hefur Dr. Ronning- en ferðast um Suðurland og Borgarfjörð með starfsmönn- um Búnaðardeildar Atvinnu- deildar háskólans og kvnnt sér jarðrækt og tilraunir, og er hann nú á förum vestuF um haf. Síðasta erindið flytur H, Land Jensen, tilraunastjóri á tilraunastöðinni Ödum á Jót- landi og fjallar það um rækt- un íóðurjurta og geymslui þeirra. H. Land Jensen eF kunnur tilraunamaður á Norð urlöndum, einkum íyrir til- raunir og rannsóknir á vot- heysverkuh, en 4 Ödum eru; gerðar mjög víðtækar tilrautt ir með fóðurverkun og þai? eru aðal vothevsgerðartil- raunir Dana. Hefur Land Jeia sen ritað mikið um þetta efni. H. Land Jensen hefur ferð- ast hér á landi í hálfan mán- uð að tilhlutan Ræktunarfé- lags Norðurlanda til þess að kynna sér heyverkun okkai’ og landbúnað yfirleitt. Fréttatilkynning frá Fé- lagi ísl. búfræðikandi- data. ■IBB 13. ágúst 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.