Alþýðublaðið - 13.08.1960, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 13.08.1960, Blaðsíða 11
Olympíudagur á jb icjudag OLYMPÍUDAGURINN 1960 verður haldinn á Laugardals- vellinum í Reykjavík n. k. þriðjudag, 16. ágúst. Það er Olympíunefnd íslands sem gengst fyrir þessum í- þróttaviðburði. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að kynna almenningi helztu keppnis- greinar Ólyrapíuleikanna, með sérstöku tilliti til þátttöku ís- lendinga í þeim. FRJÁLSÍÞRÓTTIR, KNATTSPYRNA OG HANDKNATTLEIKUR. Á Laugardalsvellinum hefst dagurinn með handknattleik stúlkna kl. korter fyrir átta. Þar keppa stúlkurnar, sem unnu 'Svíþjóð í nýafstöðnu „Norðurlandamóti, við úrval annarra handknattleikskvenna úr Reykjavík og Hafnarfirði, en kl. 20,20, strax á eftir hand- knattleiknum, hefst knatt- Vilhjálniur mcð á þriðjudag# spyrnukappleikur í meistara- flokki. Samtímis handknattleiknum hefst keppni í frjálsum íþrótt- um. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 100, 400 og 1500 m. hlaup karla, 100 m. hlaup kvenna, 110 og '400 m. grindahlaup, kúluvarp, þrístökk, stangar- stökk og hástökk. 1500 metra hlaupið verður í hálfleik knatt- spyrnukappleiksins, en aðrar frjálsíþróttakeppnirnar sam- tímis flokkaíþróttunum. ÓLYMPÍUFARARNIR KEPPA. Meðal keppenda eru allir þeir, sem Olympíunefnd íslands hefur valið til þátttöku í Róm, eða þeir Vilhjálmur Einarsson, Valbjörn Þorláksson, Svavar Markússon, Hilmar Þorbjörns- son og Jón Pétursson, en auk þeirra flestir beztu frjálsíþrótta menn Reykjavíkur, svo öruggt er að um góða keppni verður að ræða. Gert er ráð fyrir að keppnisgreinum öllum verði lokið kl. 22,00. Sérstök áherzla verður lögð á að láta mótið ganga greitt, enda er mikil þörf á því, þar sem svo margt skal ske á rúm- um tveim tímum. OLYMPÍUDAGSNEFND. Olympíunefndin skipaði sér- staka Olympíudagsnefnd, til að sjá um framkvæmd dagsins, en í henni eiga eftirtaldir menn sæti: Guðmundur Sigurjónsson form., Ragnar Lárusson, vara- formaður, Gunnar Vagnsson, ritari, Árni Árnason, gjaldkeri og Þórður Guðmundsson, með- stjórnandi. Wáhlander 7,66 metra WÁHLANDER setti sænskt met í langstökki á sænska meist aramótinu, stökk 7,66 m. Hljóp á I 14,5 sek. I Á innanfélagsmótt | KR, sem fram fór á Laug- | ardalsvellinum í gær hljóp N Pétur Rögnvaldsson 110 m. grindahalup á 14,5 sek. jí Með þessum tíma hefur | Pétur náS þeim lágmarks- h tíma, sem settur var til S þátttöku > Olympíuleikun- S um. € T ugþraut Þama björguðu Framarar naum lega marki,. (Ljósm.: J. Vilberg). Bskarkeppnin Fram (b) vann R (b) með 2:1 FYRSTI leikur fyrstu bikar- keppni í knattspyrnu, sem hald in er á íslandi, fór fram á Mela- vellinum í fyrra kvöld. Flestir hinna fáu áhorfenda, sem sáu leikinn, munu hafa komið í þeirri góðu trú, að bikarkeppni þessi' mundi hefjast með nokk- urri viðhöfn. En þar urðu menn fyrir mikl- um vonbrigðum, því að í’orráða- menn KSÍ sáu ekki ástæðu til að hafa svo mikið við að setja mótið formlega. Er slíkt virð- ingarleysi við íslenzka knatt- spyrnu vissulega ekki til þess fallið að auka v-eg hennar og virðingu, sem sízt er þó vanþörf á. ' Það voru Fram (b) og KR (b) sem léku þennan fyrsta leik í ! bikarkeppninni og fóru leikar þannig, að Fram sigraði með 2 mörkum gegn 1. Framarar urðu fyrri til að skora, þegar stutt var liðið af leik _ Urðu mark- manni KR þá mikil mistök á, r hann hugðist grípe háa lang- sendingu að marki', en 'hann staðsetti sig of framarlega, — þannig að knötturinn fór yfir hann og í markið. Skömmu fyri'r lok hálfleiksins jöfnuðu KR-ingar næsta óverj- andi með allgóðu skoti eftir" hornspyrnu og stóðu leikar 1:1 í hálfleik. Snemma í síðari hálf leik var dæmd vítaspyrna á KR og mark skorað úr henni (2:1). Eftir það voru KR-ingar mun meira í sókn, þó að ekki' tækist að jafna- Ýmis tæki'færi gáfust — þó öllu fleiri við Fram- markið, og má segja að heppn- in hafi fremur veri'ð hliðhoU 1 Austurbæingum í þetta skipti. Dómari var Baldur Þórðarson. Um leikinn og liðin er annars fátt að segja. B-lið Fram og KR sem eru hin skárstu í höfuð- staðnum, standa A-liðunum langt að baki í hvívetn;a og er óhugsandi, að þau mundu stand ast neinu 1. deildarliði eða hin um betri II. deildarliðum snún- ing á leikvelli. Þ. e. a. s. stærstu knattspyrnufélög landsins eiga aðeins á að skipa einu fram- bærilegu liði fullorðinna manna — sem út af fyri'r sig segir sína sögu. Næstu leikir bikarkeppninn- ar fara fram í dag. Þá leika Val- ur (b) og ÍBÍ á Melavellinum og ÍA (b) og Víkingur á Akranesi. Það er spá vor ,að ísfirðingar velgi b-liði' Vals undir uggum og b-Akurnesingar reynist Vík ingum þungir í skauti — x9. Stökk 2,17 * á grasbraut FRANSKA fréttastofan AP skýrir fr áþví nýlega, ag frábær hástökkvari hafi komið fram á Fiji-eyj unum. Stökkvari þessi, sem heitir Satawati og er kornungur, á að hafa stokkið 2,17 m á grasbraut í borginni Suva, sem er höfuðborg eyjanna. Ekki er vitað hvort Salawati tekur þátt í Ólympíuleik- unum, en sannarlcga ætti hann erindi þangað. | I / / dag MEISTARAMÓTI ísiands í frjálsum íþróttum lýkur um helgina. — Keppni hefst í tug- þraut á Laugardalsvellinum: kl. 16 í dag og eru fjórir keppendur skráðir, en búizt við að fleiri mæti. Meðal keppenda í tug- þrautinni' er Björgvin Hólm. Hann keppti í tugþraut á innan- félagsmóti ÍR nýlega og náði þar míög góðum árangri, en hljóp ekki 1500 m vegna þeirrar keppni', sem er að heí jast í dag. Þess má geta að Björgvin hefði aðeins þurft að hlaupa 1500 m á 4:52,0 til að ná 6500 stigum, en það er Ólympíulágmark FRÍ. Eru mjög miklar líkur til að Björgvin nái' tilskildum ár- angri, en hann er nú loks að ná sér á strik eftir margt mótlætið í sumar. í dag verður auk þess keppt í 4X800 m boðhlaupi, en á morgun kl. 14 lýkur tugþraut- inni og þá verður etonig keppt í 10 km hlaupi og 1500 m hindr unarhlaupi unglingameistara- mótsins, en þeirri grein var frestað, þegar mótið fór fram á Akureyri. ÞAÐ er kominn olympínsvjp- ur á Rómaborg. — Á öllum keppnisstöðum XVII. Olympíu- leikj'anna blakta nú fánar hinna 87 þátttökuþjóða. Fyrir þrem dögum var íþróttafólk 12 þjóða komið til Rómar og af þeim eru Japanir með fölmennatsa hóp- inn eða 59. Sjúkarhús leikjanna hefur þegar fengið sína fyrstu sjábl- inga, hjólreiðamaður frá £nd landi, körfuknattleiksmaðiir írá Súdan og hnefaleikári frá Ghana h'afa meitt sig á æfing- um. íþróttafólkið streymir til Rómar, síðast komu sjö £rá Lib eríu. Fararstjóri þeirra er Banda ríkj'amaðurinn Whitfield, sem var Olympíumeistari í 800 m. halupi, bæði í London 1948 og í Helsingfors 1952. Mest verður ösin þó ekki fyrr en um 20. águst. Alþýðublaðið — 13. ágúst 1960 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.