Alþýðublaðið - 28.08.1960, Side 11

Alþýðublaðið - 28.08.1960, Side 11
stúlka verður að gera íyrir fósturjörðina! Ég reyndi og mér fannst það takast vel. Ég var eins og veik belja. En þeir hristu höfuðið. „Nei-nei!“ Ted hallaði sér að mér. „Þú verður að gera betur' en þetta. Þú getur svo ' til alls ekki talað. Bara hást hvísl, svo til óskiljanlegt. Reyndu!“ Ég reyndi að muna hvem- io' mér hafði liðið þegar ég varð þegjandi hás einu sinni. Ég reyndi að ímynda mér að ihálsinn á mér væri aumur og sár eins og hann hefði veríð rifinn að innan með sand- pappír og það væri vont að segja eitt einasta orð. Mér hlýtur að hafa tekizt það, þeir voru ánægjulegir á svipinn. „Þetta var bara gott“, sagði Ameríkaninn, „þér hefðuð vel getað verið veik. Það var ó- gerningur að þekkja röddina“. Englendingurinn brosti til . mín“. Ullartrefil um hálsinn og svo einhvern klút með kam fóru eða álíka óþefjan í. ’Kannske lítur það betur út“. Ég talaði aftur með minni upprunalegu rödd. „Er það ' sennilegt að margir þekki mig — sem þekktu Berthu?“ Ted kinkaði kolli. „Já, það er ekki hægt að komast hjá því. Konan, sem þú bjóst hjá til dæmis. Bertha hefur alltaf búið á matsölu í Bloomsbury, þegar hún hefur komið til London. Við vitum ekki hve margir aðrir það eru og það er það versta. Að vísu var Bertha venjulega út af fyrir sig, en við vitum ekki neitt um það samt. Þú verður að hætta á það. En það er gott f.yrir þig að vera hás. Þú ert líka nýbúin að fara f smáferða Iag í þessu voðaveðri. Það er svo sennilegt!“ Englendingurinn leit á klukkuna. „Það er orðið fram orðið. Eigum við ekki að reyna að hætta. Ég á að mæta á fund í Downing Street". _Ameríkaninn reis á fætur. „Ég geri ráð íyrir að við get- um látið Fleming taka við“. Hann rétti mér hcndina. „Ég þakka yður fyrir, unga kona, og gangi yður vel“. Englendingurinn tók einnig í höndina á mér. Blá augu hans voru vingjarnleg. „Ég held að vður takist það“, sagði hann. ,.Ég þakka yður einnig og Guð blessi yður!“ Þeir gengu út úr herberg- inu. Ted gekk óþolinmæðis- lega um gólf. Það var djúp hrukka milli augna hans. Svo nam hann staðar. Það varð grafarþögn, ég hrökk við þeg- ar glóandi kolamoli datt gegn- um ristina. Og ég vorkenndi Ted. Nú skyldi ég hvaða byrði hann bar, oe skildi hvernig líf hans var. Hann varð að sakna svo margs og vera án svo mik- ils“. Hann leit á mig, hann var enn áhyggjufullur á svip. Ég hef ekki álitið að ég myndi segja þetta við neinn“, sagði hann. „Ég hef haft alltof mik- inn áhuga á vinnu minni — kannski hef ég verið sem dá- leiddur. En . . nú, mér finnst leitt að ég skuli hafa dregið þig inn í þetta. Mér hefur al- drei fundist slíkt fyrr. í bessu starfi neyðist maður til að taka áhættuna og það er ekki til neins að biðjast vægðar, það er ekki til neins að vor- kenna. En nú • • einhvern veg inn er þetta allt breytt. Ef eitthvað kemur fyrir þig, Syl- via, þá • • • •“ Ted þagnaði. Dökk augu hans störðu inn í mín svo leit hann undan. Eg reis á fætur og gekk til hans. Við stóðum hlið við hlið án þess að snert- ast. „Þér má ekki finnast þetta, sagði ég. „Eg skal gera það, sem ég get til þess að þú getir gert það, sem þú átt að gera. rödd þína. Þú verður að muna að ná þér í bakstur og ullar- trefil. Þegar þú kemur að hús inu hegðar þú þér álveg eðli- lega. Þú getur látið sem þú sért að vinna að grein eða eitt hvað þess háttar. Bertha hef- ur ferðaritvél hjá sér meðal ;.alls annars sem hún er með. Eg held að öll hennar föt muni henta þér.“ .Eg leit skelfd á tvíddragt- ina, sem ég var í. „Ted, þessi dragt! Átti .. átti hún hana?“ Hann nam staðar og leit óþolinmóður á mig. „Vitan- lega átti hún hana. Vertu ekki að hugsa um það. Það er búið að hreinsa hana.“ JEg var í fötum látinnar koriu: Eias og til að beina hug mínum á aðrar brautir, sagði hann rólegur: „Þegar ég skil við þig á Creole hótel verður láta hann fá ávísun upp á tut- tugu milljón dollara. Hún er gefin út á banka í Tangier og er alveg verðlaus. Það er mjög góð eftirlíking." Hann lét hendina í vasann og rétti mér innsiglað bréf. „Hérna er hún. Þú þarft ekki að opna umsl' gið. Og' hér er dálítið annað. Lestu það vel!“ Ted rétti -mér vélrituð blöð. „Þetta er allt, sem við vitum um Berthu Pangloss. Lærðu það utan að og brenndu það svo. Eg geri ekki ráð fyrir að þú þurfir á því að halda, því það er skilyrði fyrir því, að þetta gangi allt vel að það gangi sem fyrst. Það má ekki vera tími til að neinn fari að rannsaka þig. En lestu það og lærðu það, við þorum ekki að hætta á neitt.“ Eg lét bréfið og blöðin í handtöskuna. Hún er líka ★ eftir Helen Sayle Og vertu ekki hræddur, það kemur ekkert fyrir mig. Eg er viss um það. Og kallarðu mig ekki Sylviu, þó mér þyki vænt um að heyra þig segja það. Eg er Bertha Pangloss .. manstu það ekki, konan, sem er svo hás.“ Eg stundi fram síðustu orðunum. Hann brosti, en bros hans var langt frá því að vera glað legt. Eg hélt að hann myndi taka mig í faðm sinn, ég hefði glaðst yfir því. Við störðum hvort á annað, svo hristi hann höfuðið. „Nei, þetta er ekki til neins. Seztu — Bertha. Eg verð að segja þér ýmislegt fleira, svo förum við til hár- skerans.“ Augnablikið var liðið. Eg settist, en hann gekk fram og aftur um gólfið. „Þegar hárskerinn hefur lagað á þér hárið,“ sagði hahn fer ég með þig aftur á Cre- ole. Þar skil ég þig eftir. Þú borgar og ferð svo til Monta- gue Street nr. 33. Það er í Bloomsbury. Herbergið þitt snýr að bakgarðinum og þar er útsýni yfir British Muse- um. Manstu heimilisfangið?“ „33 á Montague Street“, endurtók ég eins og páfagauk ur. „Bétt. Bertha býr alltaf þar. Húsráðandi heitir frú Mos- ley. Mjög' virðingarverð kona. Hún þekkir þig, en hæsin hjálpar til að hún þekkir ekki þú að vinr.a algjörlega sjálf stætt. Þú ferð til Bloomsbury og bíður þess að einhver manna Venezilosar komi til þín. Eg efast ekki um að þá verður ákveðið hvar þið eigið að hittast. Þegar það er búið verður sennilega lítill tími til stefnu, en þú verður samt að hringja til mín. Þú verður að muna númerið mitt. Það er líka auðvelt að muna það. Whitehall 4-5555. Það er mjog auðvelt að muna bað. 4- fjórum sinnum fimm. Eg svara, þegar þú hringir. Skil- urðu það?“ Eg kinkaði kolli. „Já.“ „Gott. Þú mátt ekki halda að við skiljum þig eftir eina og yfirgefna meðan þú bíður. Þín verður gætt. Það er ekki vegna þess að ég búizt við að neitt komi fyrir, en þín verð- ur gætt vel allan tímann. — Seotland Yard, öryggislög- reglan „Leynideild11 okkar og þeirra éru öll með í þessu. Götusóparar, símastúlkur, blómasölustúlkur og alls kon ar götusalar, sem munu gæta þín. Þú veizt ekki hverjir það eru sem gæta þín, en það verður alltaf einhver. Hugs- aðu ekki um það. Það eina sem þú verður að einbeita þér að og það eina, sem þú þarft að hugsa um er, að þú átt að hitta mann frá 'Venizelosi, og taka við pakka hjá honum. í staðinn fyrir pakkann áttu að eign látinnar konu, hugsaði ég og mig hryllti við. „Við reiknum með að þetta gangi allt samkvæmt áætlun vegna þess að þú ert svo lík Berthu,“ sagði hann. „Það er trompásinn okkar. Hér er lyk- illinn að herberginu þínu.“ Hann rétti mér Yale lykil. „Týndu hcnum ekki. Þá fer húsráðandinn að spyrja þig og þá veitir hún þér of mikla eftirtekt. Við getum ekki átt það á hættu. Ef þú ert til- búin skulum við koma. Ralph bíður niðri.“ Eg reis á fætur. „Eg sé það að ég á ekkert að fá að borða.“ Ted hristi höfuðið. „Því miður. Það er bezt að hætta ekki á það, þó það sé þoka úti. Þú getur fai'ið út og feng- ið þér að borða eftir að þú kemur heim til þín. Það eru veitingahús alls staðar þar í kring. 'Við skulum koma.“ Við gengum niður á fyrstu hæð, gegnum gang, sem lá frá forsalnum og inn £ her- bergi, sem var mjög áþekkt því, sem við höfðum verið að fara úr. Svartskeggjaður lít- ill maður f röndóttum fötum 70 beið okkar. Hann sat og las í dagblaði, þegar við komum inn. Á borðí við hlið hans var taska sem innihélt fleiri dús- ín af flöskum, krukkum. greiðum og burstum í öllum stærðum og litum. Maðurinn reis á fætur: „Er allt í lagi?“ Ted kinkaði kolli. „Byrj- aðu bara, bað verður ekki erf- itt eins og þú sérð.“ „Eg sé það. Furðulegt.“ — Maðúþnn skoðlaíti mig um stund. Svo gekk hann að veggnum og kveikti. Her- bergið var baðað svo biörtu ljósi að mig sárkenndi til í augunum. Maðurinn, sem var kallaður Ralph benti mér á stól í naiðju herberginu, beint undir bjarta Ijósinu. „Fáið yður sæti, ungfrú.' Þetta verð- ur fljótlegt.“ Eg settist eins og mér var sagt. Ted var að baki mér, ég heyrði aðeins fótatak hans á gólfinu. Eg leit á vegginn og leit beint á stóra mynd a£ Berthu Pangloss. Myndin hafði verið stækkuð í marg- falda líkamsstærð. Hvert smá atriði, hver svitahola sásL Það var einkennilegt að sitja svona undir mynd af látinni konu. Við hlið niér sagði Ralph. „Ummmmm. Eg sé að hér vantar smá fæðingarblett. —• Það verður lítill vandi að lagfæra það.“ Eg leit aftur á myndina. Það var rétt, það var smá- fæðingarblettur vinstra meg- in við nef Berthu Pangloss. Að baki mér sagði Ted: „Er það allt og sumt? Ekkert annað?“ „Ekkert sjáanlegt,“ full\jiss -aði Ralph hann. „Eg rann- sakaði hana á St. Barts. .m voru f]onr fæðingarblettir o£ lítil varta á mjöðminni, en við þurfum ekki að hugsa um það. Þér höfðuð á réttu að standa, herra minn. Þær eru alveg eins.“ Hann lagfærði á mér hárið, hann vann hratt og vel. „Það er ekki erfitt að eiga við hár- ið,“ sagði hann. „Einn lokkur hér,“ ég heyrði glamra í skær unum. „Bvlgja hér og skipt- ing þar. Lakk, svona!“ Eg heyrði þytinn sem kom þegar lakki er sprautað á hár. Nokkrar mínútur vann hann þegjandi. Eg starði á myndina af Berthu Pahgloss og hugsaði um Ted. Um blíð- una í rödd hans og ástina í augum hans. Eg vissi með að fyrir skammri stundu síð an hafði hann verið að því kominn að kyssa mig. Eg ósk aði að hann hefði gert það og um leið skyldi ég að það var of seint að fara að ráðum Al- ice Hobarts. Eg var þegar orðin ástfangin. Ralph var að laga andlit mitt núna, hann var að búa til fæðingarblettinn. Lítill gúmbútur, nokkurs konár lím, og vottur af svörtum lit á pensli. Alþýðublaðið — 28.; ágúst 1960 ||

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.