Alþýðublaðið - 28.08.1960, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 28.08.1960, Blaðsíða 12
 ekki trúa því, aS vitring- arnir þrír haí;i komið ríð- andi á úlföldum að leita Jesúbarnsins, þei'r hafi ver ið alltof gáfaðir til þess. Myndin sýnir Webb vera að stjórna nokkrum hermönnum, sem leika í myndinni, en hann neitaði algerlega að láta mynda si'g með „skipum eyði- merkurinnar.“ „Hesta er hægt að þjálfa til hvers sem er,“ segir Wefo'b, „en úlfalda er ekki nokkur leið að tjónka við.“ . Madri'd, — Dick Weibfo er frægur kúreki í heima landi sínu, Hollywood, hefur undanfarið riðið úlföldum á Spáni og þyk ir nóg um. 'Hann segist ekki skilja, að nokkur maður geti ferðazt langar leiðir á þessum dýrum og jafnvel í eyðimörkinni kveðst hann heldur vilja ganga. Webb er um þessar mundir á Spáni í sam- bandi við töku kvikmynd- ari'nnar Konungur kon- unganna, sem fjallar um líf Krists. Hann segist alls Atburðurinn yfir Barentsbafi FJÓRIR fundir Öryggisráðs i'ns í lok júlí vegna atburðar- ins yfir Barentshafi 1 júlí, — þegar rússnesk orrustuflugvéí skaut niður bandaríska RB-47 könnunarflugvél, báru ekki annan árangur en þann að 3 tiHögur sem fram komu voru felldar. Tillögurnar komu frá SQvf.tríkjunum, Bandaríkjun- um og Ítaiíu. Sovézka tillagan fól í sér kröfu um að Öryggisráðið skyldi fordæma „þetta áfram- 'haid á ögrunaraðgerðum“ . foandaríska fl.ughersins. Enn- frsmur. skyldi' Öryggisráðið stimpla aðgerðirnar sem „ár- ásir“, og Sovétríkin kröfðust þess einnig að Bandaríkja- stjórn gerði þegar í stað ráð- stafanir til að stöðva þær og „koma í veg fyrir að þær yrðu endurteknar“, Tillagan var felld með níu atkvæðum gegn tveimur (Sov- étríkin og Pólland). Bandaríska tillagan var þess einis, að deiluaðilar skyldu binda enda á misklíðina — vegna atburðarins yfir Bar- entshafi með eftirfarandi Tiætti: Annað hvort með því að setja hlutlausa rannsóknar- nefnd sem yrði' tilnefnd af Bandaríkjamönnum, Sovét- ríkjunum óg 'einhverju þriðja ríki sem báðir aðilar yrðu á- sáttir um. Eða með því að vísa málinu til Alþjóðadómstólsins í Haag til hlutlauss dómsúr- skurðar. Þessi tillaga fékk níu atkv. og tvö gagnatkvæði (Sovétrík- in og Pólland), en var felld vegna þess að Sovétríkin eru fastameðlimur ráðsins og hafa því neitunarvald. Loks komu ítalir fram með Framhald á 10. síðu. Útí 40 RÍKI hafa undirritað hinn nýja sáttmála um öryggi á höfum úti, sem var saminn nýlega á Lundúnarráðstefnu IMCO (.hinnar alþjóðlegu sig1- ingaatofnunar)i Önnur ríki eiga enn kost á að gerast að- ilar að sáttmálanum. Til að fá giidi verður sátt- máli’nn að fá staðfestingu 15 ríkja, en af þeim verða 7 rlki að eiga kaupskipastól sem a- m. k. er milljón brúttó-tonn. Meðal þeirra 40 ríkja sem und irrituðu sáttmálann eru USA, Sovétríkin, Bretland, Frakk- íand, Líbería, Panama, ítalía, Grikklnd, Japan og Noregur, Danmörk, Finnland, ísland og Svíþjóð hafa einnig undi'rritað hann. Sovétríkin, Búlgaría og Ung verjaland skrifuðu undir sátt- málann með fyrirvara að því er snertir 8. kaflann, sem fjall ar um komu kjarnorkúkr.ú- inna skipa til erlendra hafna. Þessi ríki héldu þvi fram, að öryggisráðstafanirnar í þess- um kaíla v.æru ekki aðeins ó- nauðsynlegar, heldur kynnu þær einnig að hefta þróun kjarnorkuskipa. Þau. kváðust því ekki geta tahð sia bundini af umræddum ástæðum. tp Hæsta hygging jr I hesmi St. Louis. — í Cape Girardes í Missouri í Bandaríkjunum er nú ris- in hæsta bygging heims, reist af manna höndum. Það er sj ónvarpsturn, og er hann hvorki' meira né minna en rúmlega hálfur kílómetri á hæð, eða nán- a(r /tittekið ^10 metrar. Turninn er byggður við Missourifljótið og á að senda frá homim til víð- lends svæðis. 2.25 miHjón- i'r punda af stáli og stein steypu fóru í byggingu hans. Hann er treystur með sex „akkerum,“ sem varna eiga, að hann f júki í storminum. Tveggja manna lyfta liggur upp í topp hans, en þar er at- . hugunarstöð. Yerktakafyrirtæki í Texas tók að sér að reisa turninn á hálfum öðrum mánuði og gekk verkið með afbrigðum vei og urðu engin slys á mönnum í sambandí við smíðina. Sagt er að þessi turn sé þrem metrum hærri en . sjónvarpsturninn, sem Rússar eru að smiða í Moskva. Myndin er tekin í turn inum og sér niður á jörðu. 41. árg. —Sunnudagur 28. ágúst 1960 — 193. tbl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.