Alþýðublaðið - 28.08.1960, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.08.1960, Blaðsíða 4
y' í Benedikt Gröndal skrifar HEL f MÖNNUM er tíðrætt um þá •atburði, er gerzt hafa í bæj- arstjórn Akraness. Það hefur , komið fyrir oftar en einu sinni, að bæjarstjórar hafi af ýmsum ástæðum orðið að víkja úr starfi á miðju kjör- tímabili. Hitt er einstætt og ótrúlegt, að bæjarstjóri neiti , að víkja, þegar 7 af 9 bæjar- fulltrúum samþykkja á hann vantraust. Virðist svo sem Danlel Ágústínusson telji, að hann geti stjórnað Akranesi :með! 7 af 9 bæjarfulltrúum andstæða sér, og fara þá að . veráa einkennilegar hugmynd ir hans og þeirra framsóknar- •manna um lýðræði. Það er alít annað mál og þessju óskylt, að eðlilegt er að leita álits dómstólanna um það, hvort Daníel á kröfu á bótum fyrir það, sem eftir er kjörtímabilsins, eða ekki. Al- þýðuflokksmenn hafa íhugað það mál vandlega og leggja það'óhræddir fyrir dómstóla, því Daníel hefur svo ótvírætt gert ráðstafanir án samþykkt- ar bæjarstjórnar og svikizt um*eð framkvæma samþykkt- ir, s^m gerðar hafa verið. j ☆ LÖNG FORSAGA. } Þétta mál á sér langa for- sögu, og er nauðsynlegt að rifja upp nokkra kafla henn- ! ar til að menn geti áttað sig á því, sem gerzt hefur. Er íýrst til að taka, að fyrir rúm- ' lega áratug voru Sjálfstæðis- :.nenn að missa meirihluta, sem þeir höfðu lengi haft á Akijanesi, en fyigi vinstri- flokkanna að komast yfir helm íng. Alþýðuflokkurinn var stærsti vinstriflokkurinn og hafði forustu um myndun vinstrimeirihluta í bænum. Tvisvar sinnum mistókst þetta af því aó framsóknarmenn eða kommar sviku samkomulag, og kom einu sinni til auká- kosninga, sem gáfu íhaldinu á ný meiribluta. Alþýðufíokkurinn reyndi þá að negla vinstriflokkana sam- ■an með sameiginlegum lista 1954, og tókst þá loks að fá hreinan meirihluta. Átti Al- þýðuflokkurinn þá skýlausan rétt á að tilnefna bæjarstjfira, þar eð hann hafði 3 af 5 bæj- arfulltrúum meirihlutans. En nú komu önnur sjónar- miðj til skjalanna. Alþýðu- ílokksmenn höfðu hug á mikl- um'framkvæmdum, fyrst og ireipst í hafnarmálum og gatnagerð, en vissu að erfitt mundi verða um stórátök, nenja með stuðningi ríkis- stjórnarinnar. í þessa tíð sat að völdum stjórn Sjálfstæðis- maána og Framsóknar, og var lítibvon þess, að alþýðuflokks- bæjarstjóri frá vinstristjórn fengi mikla áheyrn hjá slíkri stjórn. Af þessari ástæðu var framsóknarmönnum boðið að íeggja til bæjarstjórann og genlgið inn á Daníel Ágústín- tissón. Þessi staðre.ynd svnir einnig ljóslega, að síðasta hálflt .annað ár hefur Daníel verið gagnslaus í erindrekstri við^þing og stjórn fyrir Akra- ■ 4 28. ágúst 1960 nesbæ, en Hálfdán Sveinsson, Guðmundur Sveinbjörnsson og þingmenn kjördæmisins hafa fengið þær fjárveiting- ar og þá fyrirgreiðslu, sem fengizt hefur til málefna Akraness á þessu tímabili. KNATTSPYRNA OG HAFNARGERÐ. Nú víkur sögunni aftur til 1954, þegar Daniel tók við bæjarstjórn. Hafa framsókn- armenn hiklaust eignað hon- um allan heiður af hafnar- gerðinni á Akranesi (eins og öllu öðru, sem vel hefur tek- izt). Sannleikurinn er hins vegar þessi: Hinir víðfrægu knattspyrnu menn á Akranesi hafa haft gott samband við þýzka knatt- spyrnumenn. Meðal annarra tók Guðmundur Sveinbjörns- son þátt í samningum um þá hluti og hafði Gísli Sigur- björnsson forstjóri þar nokkra milligöngu. Barst þá tal þeirra Gísla og Guðmundar að íram- kvæmdum og hafnargerð, og svo fór, að Gísli kannaði lík- ur á hagstæðum lár.um í Þýzkalandi, og gat nokkru síð- ar gert þaðan mjög góð boð til stórframkvæmda á Skaga. Guðmundur lagði mál þetta fyrir hina bæjarfulitrúa Al- þýðuflokksins, og þeir Hálf- dán Sveinsson, sem hefur öll þessi ár verið forseti bæjar- stjórnar, settust að Daníel. Hann var mjög vantrúaður og sá á þessu alla annmarka. Þó ýttu þeir Guðmundur og Hálf- dán honum áfram, og hann fór að tala við Eystein. Þaðan kom hann með þau boð, að Gísli væri ævintýramaður og ekkert mark á þessu takandi. Alþýðuflokksmenn leituðu þá fulltingis Emils Jónssonar, þá vitamálastjóra, sem kannaði málið og taldi þýzka tilboðið hagstætt. Hann lagði málið á ný fyrir Evstein, sem þá end- urskoðaði afstöðu sína og veitti málinu stuðning, En hefði hann gert það, ef ekki hefði setið framsóknarmaður í bæjarstjórastólnum? Þannig hófst þessi mikla og myndarlega framkvæmd, og áttu að sjálfsögðu margir hlut að henni, áður en yfir lauk. Hitt er fádæma ósvífni að eigna Daníel einum stórmál, sem Guðmundur og Hálfdán ráku hann nauðugan til að hrinda af stað. # í BLÍÐU OG STRÍÐU Vinstrasamstarfið gekk að flestu leyti vel fyrsta kjör- tímabilið, enda þótt ýmsir persónulegir erfiðleikar sköp- uðust umhverfis bæjarstjór- ann, sem ekki er ástæða til að rekja á bessum vettvangi. Slík mál slivldu vissulega. eft- ir sár, en Alþýðuflokksmenn, sérstaklega Hálfdán, revndu að friða og sætta til að sam- starfið ekki eyðilegðist, og tókst það. Þó kom fyrir, að Daníel var á meirihlutafundi minntur á, að það váatru til fleiri persónufornöfn en ÉG, og bæri að nota þau, þegar rætt væri um gerðir fimm bæjarfulltrúa frá þrem flokk- um. Nú er skemmzt frá að segja, að með árunum færði Daníel sig upp á skaftið og tók að misnota aðstöðu sína sem bæj arstjóri í stórvaxandi mæli í pólitískum tilgangi. Síðustu mánuðina hafa hrúgazt upp atvik, sem sönnuðu Alþýðu- flokksmönnum, að Daníel lét ekkert tækifæri, í embætti og utan þess. ónotað til að skaða samstarfsflokka sína, minnka áhrif þeirra og rægja forustu- menn þeirra á Akranesi. Síðasta dæmið um þetta er að finna í Kaupfélagi Suður- Borgfirðinga. Þar hefur árum saman verið pólitískur friður, en bæjarmenn og bændur úr öllum flokkum setið í stjórn. Þar hefur Hálfdán Sveinsson um skeið verið formaður, en hagur félagsins farið bátn- andi, enda hafa Alþýðuflokks- menn mikið fyrir það gert. í vor gerðust þau tíðindi ó- vænt, að framsóknarmenn fengu kommúnista til liðs við sig, smöluðu á fund og tókst að fella Hálfdán úr stjórn. Nú skulum við vera raun- sýn og viðurkenna, að það tíðkast hér á landi, að menn í pólitískum stöðum eins og bæjarstjórastöðum starfi meira eða minna pólitískt. En það óvenjulega við Daníel Ágústínusson er það, hversu heiftarlega hann hefur unnið gegn sínum eigin stuðnings- mönnum! Það er með þessari framkomu sinni, sem Daníel hefur eyðilagt vinstra.sam- starfið, því ómögulegt er með nokkurri sanngirni að ætlast til þess, að forustumenn Al- þýðuflokksins á Akranesi styðji mann, sem eyðir öllum kröftum sínum til að koma Al- þýðuflokknum á Skaga fyrir kattarnef. Daníel settist á sterkan þrífót, en valdi bann kost að höggva beittri öxi á einn fótinn, og var því óhjá- kvæmilegt að stóllinn ylti! ' SÝNDU ÞOLINMÆÐI. Þrátt fyrir þessa þróun mála, sem Akurnesingar hafa vitað um lengi, hafa Alþýðu- flokksmenn ekki rasað um ráð fram. Þeir hafa ekki lýst vantrausti á Daníel sem bæj- arstjóra af þessum pólitísku ástæðum, eins og fram kom í vantrauststi.llögunni, sem Tím inn ekki birti. Daníel er þann- ig maður, að hann hefur sjálf- ur gefið ærin tilefni til brott- vísunar með framkomu sinni í starfi. Það er óumdeilanlegt, að bæjarstjóri er skyldur að framkvæma samþykktir bæj- arstjórnar eða bæjarráðs, og PAPPÍRSVÖRUR Reikningsbækur, þrjár tegundir Stílabækur, fjórar tegundir Glósubækur, þrjár tegundir Teikniblokkir, fjórar stærðir Skrifblokkir, fimm stærðir Spíralblokkir, fimm stærðir Rissblokkir, þrjár stærðir Kvartbækur, línustr. og reikn. str. Kladdabækur, línustr. og reikn. str. Frumbækur, tvær stærðir Reikningseyðublöð, tvær stærðir Sellofanpappír, Smjörpappír, Gestabækur o. m. fl. Heildsölubirgðir : kipkttlf Vr Sími 2-3737. ennfremur að hann getur ekkl gert stórframkvæmdir á eigin ábyrgð án bess að fá til þeirra samþykki sömu aðila. 'Vantraustið á Daníel er rök stut.t með tilgreindum dæm- um, þar sem augljóslega ev brotið gegn þessum höfuð- reglum. Daníel hefur komið fram gagnvart gamalmennum, á Elliheimili Akraness eins og hreppstjóri á 19. öld við hreppsómaga. Hann hefur tek ið traustataki viðbótar elli- laun, sem Tryggingastofnunim hefur veitt þessu fólki, svik- izt um að greiða fólkinu laun- in og haldið þeim eftir í bæj- arsjóði. Þar að auki hefur hann látið elliheimilið greiða húsaleigu og skrifstofukostn- að, sem mun vera fátítt eða einsdæmi. Slík framkoma í tryggingarmálum er svo furðui leg,- að Alþýðuflokksmenni geta ekki haldið áfram að styðja mann, sem þannig hegðar sér. Þessu til viðbótar eru skýr tilfelli, þar sem Daníel hefur ráðizt f fjárfestingu án sam- þykkis bæjarstjórnar og bein- línis svikizt um að fram- kvæma nýlegar samþykktir bæjarráðs. Alþýðuflokkurinn er allsendis óhræddur við úr- skurð dómstóla um þessi at- riði. Eins og hér hefur komið fram, hefur Daníel Ágústínus son sjálfur eyðilagt samstarf vinstri flokkanna á Akranesi. Hins vegar er ástæðulaust að láta samstarf flokka um bsej- armálefni standa og falla með einum starfsmanni bæjarins, Þess vegna skrifuðu bæjarfúíl trúar Alþýðuflokksins hinum flokkunum og buðu áframhald andi samstarf með nýjum bæj arstjóra, sem Alþýðuflokkur- inn tilnefndi, þar eð hann hefur 3 af 5 bæjarfulltrúum meirihlutans. Þessi breyting gat orðið bví léttari, sem ætl- unin var að fá Hálfdán Sveins son fyrir bæjarstjóra. Hann hefur allra manna mesta þekk ingu á bæjarmálum Akraness, og vinstra samstarfið hefði aldrei staðið eins lengi og það þó gerði, ef Hálfdán hefði ekki af festu og hógværð lægt allar öldur. Tilboðið um áframhald andi vinstrasamstarf var end- urtekið á hinum sögulega bæj arstjórnarfundi. Framsókn og kommar sinntu ekki þessu tilboði. Þeir sýndu þarmeð algert áhugaleysi á á- framhaldandi samstarfi, og sagði bæjarfulltrúi framsókn- ar þau orð, sem fræg eru orð- in; Mér er andskotans sama um allt vinstrasamstarf, Afstaða kommúnista er þarna merkileg. Þeir hafa ver- ið mjög sárir og vonsviknir með Daníel og vegna rógstarf- semi hans gegn þeim. Síðast- liðið vor báðu beir Alþýðu- flokksmenn um samstarf til að víkja Daníel frá. en þá lágu ekki fyrir þaú málefni, sem skýrust eru flutt gegn honum nú. Má mikið vera, ef Inga R. Helgasyni þykir hann ekki færa tækifærissinnaðri póli- tík stóra fórn, er hann gerist aðal forsvarsmaður Daníejs Ágústínussonar! Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.