Við og við - 12.05.1894, Blaðsíða 1

Við og við - 12.05.1894, Blaðsíða 1
M 1—2. 1894. VIÐ OGr /'\>»68D0<‘«iíá (* > i ': VIÐ. Isafjörður, 12. maí. Sælir nn! Það er enginn nýr gestur, sem nú heilsar yður, kæru landar, heldur gamal- kunningi, sem reyndar er eltki hvers- dagslega á ferðinni, en kemur svona stöku sinnum, án þess að gjöra boð á undan sér. — Margir kunningjar vorir, sem hafa saknað þess, hve langt er síð- an blað vort kom út, hafa verið að spyrja eptir því, og nii kemur þá blað- ið; og ef þér takið mannlega á móti, þá verðum vér bráðum aptur á ferðinni, því að það er fastur ásetningur vor, að að gefa blaðið út „við og við". Eins og „Kirkjublaðið“ viljum \Tér láta blað vmrt komast „inn á hvert ein- asta heimili“, en ekki, að það sé haft utan um grænsápu, eins og „Grettir“. Piltar og stúlkur! Allir á fætur, og heilsið aðkomumanninum, sem mun færa yður fréttirrlr köfuðstað Yestfirðinga, og skritlur úr öllum áttum. -—------ Kærmnála-þreíið. Það gekk ekki lítið á í fyrra sumar, og í fyrra haust, þegar hann Lárus okk- ar lézt ætla að fá þá alla setta í „tugt- húsið“, — eða svo marga af þeirn, sóm húsrúm leyfði —, sem gjörzt höfðu svo djarfir, að kæra hann, þennan alþekkta og „valinkunna sómamann“, til háyfirvald- anna! Já, ekki vantaði það, að stór voru orðin, og gifurlegar kröfurnar, og svo hlupu þá málin af stokkunum, tvö svona til byrjunar! annað gegn bændum þrem- ur i Eyrarhreppi, en hitt gegn ritstjóra þessa blaðs og tveim öðrum kaupstaðar- búum (hr. Guðm. bátasmið Guðmundarsyni og hr. Albert járnsmið Jónssyni). En þessi tvö mál hafa nú í J/2 ár vafizt svo óþægilega fyrir „dánumannin- um“, að ckkert varð úr fleiri málum, og annað þessara tveggja mála (gegn Eyr- hreppingunum) ónyttist, en i hinu fékk hann loks 7. þ. m. lítilfjörlegan sektar- dóm (65 kr. sekt á hvern hinna stefndu), og mun hann víst, eptir atvikum, hafa orðið himinlifandi, út af þeim dómi, og að ininnsta kosti mætti hann vera stjórn- inni þakklátur, fyrir alla hennar „velvísu“ og „velgrunduðu“ meðferð og umónnun. Af því að mörgum hefir orðið all- tíðrætt um kærumála-þref þetta, en dóms- ástæðurnar hins vegar eigi gefa miklar upplýsingar um málið, og meðferð þess, ætlum vér, að lesendum vorum muni það eigi ókært, að vér birtum liér orð- rétt varnarskjal það, sein var lagt frain í málinu af hálfu umboðsmanns hinna stefndu, Skúla sýslumanns Thoroddsen; skjal þetta er svo hljóðandi: YÖRN. Mál þetta er risið af því, að hinir stefndu kærðu í fyrra, ásaint fleiri kaup- staðarbúum, stefnanda rnáls þessa fyrir háfirvöldunum, fyrir ýms meint embætt- isbrot og lögleysur, er hann þótti hafa

x

Við og við

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Við og við
https://timarit.is/publication/136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.