Kirkjublaðið - 01.11.1891, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.11.1891, Blaðsíða 2
66 En kærleikurinn kvað: Það látið vera, þjer kunnið hinu góða sæði’ að spilla; því látið allt til uppskerunnar standa. Hið illa og góða upp skal saman skera, og allt jeg heldur þola vil hið illa, en einu hreinu hveitikorni granda. Guðs ríki’ er mustarðsJcorn í foldu falið, . í fyrstu það er lítið mjög og smátt; á meðan það 1 moldu geymist lágt; það minnst af öllum frækornum er talið. En einatt getur orðið stórt úr smáu; og upp það vex, unz stórt sem trje það er; þar himins fuglar hreiður byggja sjer og leita skjóls í limi trjesins háu. Eitt lítið frækorn, lágt í jörð er hvilir, eitt lítið frækorn, sáð í mannsins hjarta, eitt lítið frækorn, geymt í grafarbeði, það verður eik, sem veröld allri skýlir, það verður eik, með lífsins ávöxt bjarta, það verður eik, sem vex í himins gleði. Guðs ríki’ er súrdeig. Sami Drottins kraptur, er sýrir deigið, hjer og birtist skýrt. Af einum dropa deigið verður sýrt. Hann kemur fram í andans ríki aptur. Sá guðdómskraptur gegnum allt sjer þrengir. hann gegnumsýrir bæði stórt og smátt og breytir eðli þess á hulinn hátt, það súrdeig standast aðrir kraptar engir. Einn geisli lýst upp getur myrkan klefa, einn gneisti kveykt í heilum birkilundi, einn dropi vatns sjer dreift um víðan geiminn. Ein hugsun getur burtrýmt öllum efa, Eitt orð i tima vakið sál af blundi, einn dropi líknar Drottins frelsað lieiminn. Guðs riki’ er fje, í heimsins akri hulið

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.