Kirkjublaðið - 01.11.1891, Page 9

Kirkjublaðið - 01.11.1891, Page 9
73 Fundirinn lagði fastlega raeð þvi, að Garpsdalssókn yrði lögð undir Dalaprófastsdami. Fundurinn afrjeð að koma á prófum að vorinu í hverri sókn yfir börnum, 10—16 ára í skyldugreinunum, (kristindómi, lestri, skript, reikningi), og kæmu skýrslur um það árlega fyrir hjeraðsfundi. Eins var afráðið, að hörn kæmu til uppfræðslu hjá prestum eptir messu á sumrum, án þess að sjerstakur undirbúningur væri heimt- aður. Talað var um kristniboð og beindist það í þá átt, að safna gjöfum og útbýta dálitlu af ritinu »Mestur í heimi* í sóknunum. Hreift var að stofna safnaðarsjóði til að standast ýras útgjöld í þarfir safnaðarins, en framkvæmd á því þótti eigi tiltækileg að sinni. Um hjeraðsfund Húnavatmprófastsdœmis, sem stóð yfir dagana 14.—15. júní, er allnákvæm skýrsla i Isa- fold 51. blaði þ. á., sbr. og 6. og 7. blað »Sameiningar- innar« þ. á., og þar mun væntanlega birtast fyrirlestur sjera Hjörleifs prófasts Einarssonar: »Hvernig eigum vjer að byrja«. Sjera Stefán M. Jónsson á Auðkúlu prje- dikaði á undan um sjúkleika og heilsubót kirkjunnar. Rjeraðsfundur Shagfirðinga, 17. sept., var sóttur af 8 prestum — 2 höfðu tilkynnt forföll — og 14 safnaðar- fulltrúum, en 8 vantaði. Eptir skýrslu prófasts virtust hin opinberu barnapróf, sem haldin voru á síðasta vori yfir 12—14 ára gömlum börnum, eptir ályktun hjeraðsfundar 1890, að hafa borið góðan árangur, og var samþyklct að halda þeim áfram, og bæta við rjettritun sem prófgrein. A hjeraðsfundinum 1889 hafði nefnd verið kosin til að ihuga hvort eigi þyrfti að breyta ýmsu í lögum þeim, er snerta kirkjuleg mál og hag kirkjunnar. Breytingar- tillögur komu margar frá nefndinni, og fóru að kalla allar í þá átt að nema úr lögum ýms meira og minna úrelt ákvæði, flest smávægileg, sem nú koma eigi lengur til framkvæmdar, en setja nýja lagasetning í staðinn. — Yfir höfuð erum vjer íslendingar miklir lagasmiðir. því ekki að reyna dálítið að temja sjer enskan sið, að

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.