Kirkjublaðið - 01.11.1891, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 01.11.1891, Blaðsíða 7
71 guðsþjónustu. En þegar þess er gætt, að þá voru trúar- innar tímar, þá er það reyndar ekki svo undarlegt, þótt jafnvel hinn veraldlegi söngur þeirra tíma hefði á sjer annan blæ, en síðar varð raun á. Það var eins og þeir sem á þeim tímum kunnu annars að syngja, gœti ekki sungið svo, að á því væri ekki einhver helgiblær, gagn- tekinn af lífi og fjöri trúaðs anda. Einmitt þessi tjör- miklu og andríku alþýðulög voru það nú ef til vill ekki hvað sízt, sem varðveittu kirkjusönginn og opnuðu augu manna síðar, svo að þeir á hinum hættulegustu tímum fóru að finna hinn mikla mismun á þeim og drungasöng kirkjunnar eins og hann var orðinn, og síðan hefirþeim sifellt fjölgað, sem fundið hafa til þess, hversu hann var orðinn óþolandi og andlega svæfandi. Menn flúðu aptur til al- þýðusöngvanna, og enn bættust nokkur á.gæt sálmalög við hin fyrri. En flestir hinir gömlu alþýðusöngvar voru nú týndir; menn sungu nú í þeirra stað ný lög með nýj- um blæ, — blæ sinna tíma við hin veraldlegu kvæði sín, hvort sem þau hjetu »Ariur«. »Rómancer«, galsakvæði eða leikhússkvæði ýmislegs efnis. En allt þetta var þó reynt að nota eptir atvikum. (Framh.) --=**=*-- Frá hjeraðsfundum 1891. Hjeraðsfund Borgarfjarðarprófastsdœmis, 10. sept., sóttu allir prestar, fjarverandi voru 3 safnaðarfulltrúar. Skýrslur lágu fyrir úr 2 prestaköllum um vorpróf barna á aldrinum frá 12—14 ára, skyldi þeim prófum haldið áfram í öllum sóknum prófastsdæmisins. Fundurinn samþykti, að Bæjar-söfnuður tæki að sjer umsjón og fjár- hald kirkjunnar. Fundurinn lagði til, að næsta synodus kjósi nefnd, er einnig leikmenn, eða leikmaður sje í, til að gjöra uppástungu til breytingaá handbókinni. Einnig áleit fundurinn æskilegt, að þeirri nefnd væri falið að hugleiða, hvort eigi væri einnig þörf að breyta forminu fyrir guðsþjónustunni i kirkjunni og gjöra það einfaldara, og var fundurinn á því, að sú breyting væri þörf. Yrði

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.