Kirkjublaðið - 01.11.1891, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.11.1891, Blaðsíða 6
I 70 Þessi og því um lík lög eru rótin sem öll hin beztu lög kirkjunnar eru runnin af og sverja sig í ætt við, — lög, sem svo dásamlega lýsa hetjuhug jafnframt óbilugri ró- semi og einfeldni trúaðs hjarta. Slík lög náðu mestri fullkomnun, svo sem við mátti búast, um siðbótartímann; 16. öldin öll var sönn gullöld sálmalaganna og eigum vjer allmörg þeirra í kirkjusöng vorum, en reyndar helzt til fá og sum að óþörfu breytt. — Eptir það íór kirkju- söngnum að hnigna; þá gat hann ekki lengur varizt áhrif- um endurnýjunar- (Renæssance-) tímanna; þeir færðust einnig yfir á kirkjusönginn, og spilltu einfeldni hans og flestum kostum með viðhafnarskrúði sinu og ærslum (þó finnnast einstöku ágæt lög frá 17. öld; hjá oss helzt: »Nú gjaldi Guði þökk« og »0, minn Guð, jeg illa breytti«). Þá varð píetistatíminn til þess að giöra illt verra. Hann þjáðist þunglega af einhverri ákafri tilfinningarveiki sam- fara innilegri náðarþrá. Að því leyti sem binum eldri lögum var nú haldið, var mest um það hugsað, að gjöra þau sem hátíðlegust, sem fjörlausust, tilbreytnislausust og daufust, því þá urðu þau »hátíðlegust«, og að þessu leyti tók skynsemistrúartíminn siðan trúlega i sama strenginn. En þótt undarlegt sje, þá fór þegar á þeim tímum að bera á því, að mönnum þótti þetta drungalega fjör- leysi, sem í kirkjusönginn var komið, óþolanda, hvort sem þeir hölluðust meira eða minna að skvnsemistrúnni, og enn í dagkveðurhið samavið, jafnvellíka hjá þeim, sem ekki trúa á neitt nema sjálfa sig. Það eru þeir sem líka vilja allt rifa niður, ef þeir hafa ekki bygt það sjálfir. Það er mjög epirtakanlegt, að allmörg hinna beztu, gömlu og góðu sálmalaga, fyr og síðar, eiga uppruna sinn að þakka hinum fornu alþýðukvæðum (Folkevisen), eða rjettara sagt lögunum, sem við þau sköpuðust, og það optast við kvæði veraldlegs efnis (t. d. Vor Guð er ætið góður [= Innsbruck, ich muss dich lassen], Gæzkurikasti græðari minn [= Wie schön leuchten die Áugelein], Heim- ili vort og húsin með, 1 Jesú nafni r.ppsíá). Þessi lög tóku að vísu flest meiri eða minni breytingum og þó opt- ast furðanlega litlum, um leið og þau voru gjörð að sálmalögum; þau voru, þar sem þess þótti þörf, löguð til

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.