Kirkjublaðið - 01.11.1891, Page 13

Kirkjublaðið - 01.11.1891, Page 13
77 nokkur samvizkusamur prestur geti að því afloknu, Ver- ið ánægður við sjálfan sig. (Niðurl.) Ný.ja testamentið á ekki að vera stöfjjnarkver, nje iestrarbók. — Barnakennari hjer nærlendis skrifar ristjórannm á þá leið: þessu sinni heíi jeg eigi tíma til að skrifa margt nje mikið. Báeinum orðum verð jeg þó a<) eyða um Nýjatestamentið. Það er alsiða hjer á landi að Nýjatestamentið sje haft við lestr- arkennslu, svo í skólum, sem heimahúsum. Þess eru meira að segja dæmi, að það sje hæði haft sem stöfunarkver og lestrarbók, þar sem lestrarkennslan er á lægsta stigi. Og hví er það? Það mun einkum vera orsökin, að Nýjatestamentið er sú hók, er til er því nær á hverju heimili. Það þykir því snjallræði að hafa það fyrir lestrarhók, það er dálítill peninga-sparnaður. — En, verið get- ur og, að auðvelt sje að afla sjer annara lestrarhóka, en nokkrum þykir þessi bókin hagkvæmust, af því að það er guðsorðabók, það er trúa þeirra að börnin læri þá með stöfuninni, að þekkja hin guðlegu sannindi. En reynsla mín er sú, að hjer fari allt á annai. veg. Nýjatestamentið er að minni reynslu hin óheppilegasta lestr- arkennslubók, sem menn geta haft ráð á. Efni þess er allt annað en barnalegt, þegar lesið er áfram án þess nokkru sje sleppt úr, eins og vanalegt er. Það er bæði illt og broslegt að heyra hörnin vera að stagla í þessari bók, að sjá þessa hók, er ætti að vera gimsteinn hverjum sannkristnum manni, rifna og óhreina í hönd- um a ovitum, sem að öllum jafnaði ekki vita neitt hvaða bók það er, sem þau hafa milli handa, sem varla hafa nokkra hugmynd um efni hennar. Afleiðingarnar af þessu hafa verið allt annað en góðar, enda leiðir það af sjálfu sjer. Þegar börnin hafa verið búin aö lesa hana aptur og aptur, unz þau loksins voru orðin það, sem kallað er »lesandi«, þá var fjarri því, að þeim væri farið að þykja vænt um bókina. Þegar þau eru vaxin upp úr öllúm »lestri«, og hafa verið f'ermd, þá eru það tvær hækur, sem þau helzt eigi vilja, eða þykjast þui'fa að líta í, og það er »kverið« og »Nýjatestamentið«. Hví mundu þau þuvfa að lesa í því, þar sem þau voru búin að lesa það a])tur og aptur á lesturs-árunum, og hvi mundu þau vilja lesa þaö, þar sem þau voru orðin leið á þvi?............ Með því að hafa Nýjatestamentið fyrir lestrarkennslubók, þá er lagður grundvöllurinn til hins almenna áhugaleysis á þvi aö kynna sjer hið helga orð á fullorðinsárum, og ófýsi margra á því að lesa í ritningunni. Hún getur varað alla æíi hjá mörgum manni líkt og óbeitin á kverinu. .......Það væri þvi oskandi áð foreldiar al- mennt vildu verja nokkrum aurum á ári hverju til þess að kaupa aörar lestrarbækur handa börnum sinum, og fengju þessa bók

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.