Kirkjublaðið - 01.11.1891, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.11.1891, Blaðsíða 5
69 veljast eptir sálmunura. Sura þeirra þurfa að vera sálma- lög í hinum garala góða skilningi, en sum samkværa þeim sálmum, sem eru það revndar ekki í þessum stranga, takmarkaða skilningi; en það verða þau þó öll að hafa til ágætis sjer, að þau í anda og sannleika sjeu Teristileg lög, hafi í innsta eðli sínu d sjer sannan guðrœknis- og trúarUœ. — En hvað á þá að gjöra við hinar óhæfu sálma- bókarvísur? Auðvitað, að velja þeim lög, sem eru af sama anda og þær. Og hver er afleiðingin ? Sú, að sálma, með bragarhætti þeirra, hata menn leiðst til að syngja einnig undir þessum ósálmslegu lögum, og þessi nýbreytni hcfur meðal annars ekki átt hvað minnstan þátt i því, að af- laga hinn kirkjulega smekk manna og draga inn í kirkju- sönginn æ fleiri og fleiri lög, sem aldrei hefðu átt að heyrast í Drottins húsi. Fyrirmynd allra sálmalaga eru hin elztu kirkjulög. Sumum þeirra er enn ekki búið að úthýsa, en þrauta- laust eru þau þó ekki til vor komin undan hinum marg- breyttu árásum og illri meðferð, er þau hafa þolað á leið- inni, enda bera þau sum illar menjar þess. — I íslenzku kirkjunni hafa þau mjög týnt tölunni. Sálmaskáldin hafa ýmist ekki kunnað þau, eða kunnað að meta þau rjett, eða þau hafa heyrt þau svo afskræmd, að þeim hefir þótt þau óhæf, og þegar til kom hefir því vantað sálma samboðna þessum lögum. Þó eigum vjer enn nokkur, sum með breytingum Luthers eða samtiðarmanna hans — eu Þa^ voru menn, sem jafnan breyttu fremur til bóta en til hins verra, — sum einnig að auki með síðar áorðnum breyt- ingum og þeim ærið misjöfnum, t. d.: Hin fegursta rósin er fundin, (ef til vill frá 7. öld), Nú biðjum vjer heilagan anda, (frá 12. oöa 13. öld), In dulci jubilo, Óvinum friðar blíbur liað, Guðs son kallar: kornið til mín, í dag eitt blessað barnið er (frá 11. eða 12. öld ?), Heiður sje GuðiMmnum á, Nú látum oss líkamann grafa, Yor Guð er ætíð góður, Gef þinni kristni góðan frið, Halt oss. Guð, við þitt M-eina orð. (Hið siðasta í »Aokkur fjórröddub sálmalög*. Rv. 1891; hin öll í kirkjusöngsbókum J. Helgasonar).

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.