Kirkjublaðið - 02.09.1892, Page 10

Kirkjublaðið - 02.09.1892, Page 10
170 frá flestum söfnuðum. Kirkjuþingið var allfjölmennt og fór í alla staði vel fram. Þessi mál voru hin helztu á kirkjuþinginu. 1. SJcólamál kirkjufjelagsins. Skólamálsnefndin lagði fram reikninga fyrir skólasjóðinn. Á þeim reikningum sjest, að skólasjóðurinn hefir' vaxið um helming síðan á kirkjuþingi í fyrra. Sá vöxtur er að þakka almennum samskotum og gjöfum einstakra manna. Skólanefndin lánar peninga og greiðir vöxtu af þeim. Skólasjóðurinn er nú orðinn um 1250 dollars. í sambandi við skólamál- ið má geta þess, að kirkjuþingið samþykkti að senda rit- stjóra Kbl. og þeim prestum á Islandi, sem bezthafatek- ið í skólamálið, þakkarávörp fyrir tillögur sínar í þessu efni. 2. Prestsleysismálið. Aldrei hefir kirkjuþingið verið í meiri vandræðum með prestsleysi sitt en einmitt nú. Kirkjufjelagið hefir eigi nema þrjá vinnandi presta. Og meðan sr. Jón liggur, verða öll verk hans að bætast á nágrannaprestana, sr. Friðrik og sr. Hafstein. Verk það, sem þeir þurfa að vinna, er svo mikið, að það er ómögulegt fyrir tvo menn að leysa það af hendi. Til þess að bæta úr hinni brýnustu nauðsyn, þá ákvað kirkjuþingið, að þessir tveir prestar tækju sjer tvo óvígða menn til aðstoðar um tveggja mánaða tfma í sumar. Þessir menn eru stud. theol. Björn B. Jónsson og stud. theol. Jónas A. Sigurðsson. Þeir eru báðir ungir menntamenn, þótt þeir hafi eigi gengið í gegn um lærðan skóla (college). Þeir hafa stundað guðfræðis- nám einn vetur og búast við að geta lokið nánti sínu næsta vetur. Svo er til ætlast, að þessir ungu ntenn prje- diki aðallega í þeim söfnuðum, sem hafa liaft mesta prest- þjónustu og eru þess vegna lengst á leið komnir. En prestarnir sjálfir ferðist til prestlausu safnaðanna, prje- diki þar og vinni þau prestsverk, sem nauðsyn krefur. — Það kont og fram á kirkjuþinginu, að Þingvallaný- lendusöfnuður hefði beðið biskup íslands að útvega sjer prest, og það mál væri komið nokkuð áleiðis. 3. Löggildingarmálið. Á þessu kirkjuþingi var ntikið rætt unt að löggilda (incorperate) kirkjufjelagið. Málinu

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.