Kirkjublaðið - 02.09.1892, Page 12

Kirkjublaðið - 02.09.1892, Page 12
172 bönd,—nýtt náðarmeðal, öflugra en öll önnur, til að varð- veita mennina í náð hins himneska föður. Sá, sem ekki gengur til Drottins borðs, vanrækir þetta náðarmeðal, hrindir þessu bandi einingarinnar frá sjer, hirðir ekki um hina síðustu bæn síns himneska ástvinar. Sumt af trúuðu safnaðarfólki voru heíir enn ekki fengið sig til að neyta kvöldmáltíðarinnar. Tímalengdin, sem liðið hefir síðan það hefir gengið síðast tii Drottins borðs, er orðin svo mikil, að því finnst svo erfitt að byrja. Það hefir hugmynd um einhvern alveg sjerstakan undir- búning, er nauðsynlegur sje. Sumum finnst þeir yrðu að vera nærri því heilagir, ef þeir ættu að geta fengið sig til að ganga til altaris. En það er misskilningur. Því bet- ur sem samvizlíavor er vakandi og því næmaritilfinning sem vjer liöfum fyrir synd og sekt, því hæfari gestir er- um vjer við Drottins borð. Og undirbúningurinn er í raun- inni ekkert sjerstakur. Það er nákvæmlega sami undir- búningurinn, sem lrver kristinn maður einlægt þarf að hafa. Á hverjum degi á hann að snúa sjer til Guðs og fá hjá honum fyrirgefning fyrir brot og yfirtroðslur. Ó, að allt hið trúaða safnaðarfólk vort vildi hugleiða þetta fyrir aug- liti Drottins og biðja hann um djörfung til að hlýða hans vilja einnig í þessu atriði. Heiman af fósturjörð vorri hafa oss lengi borizt þau sorgartíðindi, að þeir sjeu nú hin síðari árin einlægt að verða færri og færri í söfnuðunum, sem neyta kvöldmál- tíðarinnar. Og nú sjáum vjer því slegið föstu, að svo sje í raun og veru, af kirkjulegu leiðtogunum heima, án þess talað sje um, hvernig á sliku megi ráða bót. Einmitt þetta atriði er þó lífsspursmál fyrir safnaðarlíflð og trúar- lífið hvervetna meðal kristinna manna. Eitt af aðalatriðun- um á prógrammi hinnar nýju kirkjulegu lífshreifingar á fósturjörð vorri þarf um fram allt að vera, að vekja og glæða þörfina til að ganga til Drottins borðs aptur hjá söfnuðunum. Prestarnir eru ráðsmenn náðarmeðalaDrottins. Vopn þeirra eru Guðs orð og hin heilögu sakrament. Þegar þeir missa eittvað af þeim vopnum úr hendi sjer, er ekki von að mikið verði ágengt. Samvizkusamur prestur, er sjálfur hefir lifandi tilfinning fyrir þýðing kvöldmáltíðar-

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.