Kirkjublaðið - 01.10.1892, Síða 5

Kirkjublaðið - 01.10.1892, Síða 5
181 vanhelga ekki Gruðs nafn sje afnumið fyrir það, þó að eiðar sjeu stundum misbrúkaðir. Þriðja boðorðið álítur höf. sömuleiðis afnumið af þvi að stjórnarvöld láta ýms nauðsynjaverk fara fram á helg- um dögum,— eins og ekki megi hafa hvíldardaginn í heiðri fyrir því og heyra og læra Giuðs orð; og þó svo væri, að stjórnarvöld fari lengra ínotkun helgra daga engóðuhófl gegnir, rýrir það ekki gildi boðorðsins í sjálfu sjer. Fjórða boðorðið er höf. meinilla við. Sjerstaklega vitir hann það mjög, að Lúter telur það skyldu barnanna eigi að eins að heiðra foreldra sína, heldur einnig að elsTca þau. Hann segir, að Lúter hafi verið svo fávís. að vita eigi, að »elska verður ekki með nauðung«, og það sje meiningarleysa að bjóða að elska; slikt fari eptir náttúru- hvöt; það sje jafnvel syndsamlegt að bjóða slíkt. En hver ætlast til að nokkur elski annan með nauðung? Það er »meiningarleysa« að drótta slíku að Lúter eða öðrum, þó að þeir bjóði öðrum að gæta kærleiksskyldu sinnar. Eptir kenningu höf. virðist svo sem ekkert sje skylda, sem er samkvæmt náttúru manns. Skyldi það þá vera skylda, sem er á móti náttúrunni? Annars brýtur höf. sjálfur niður alla þessa röksemdaleiðslu sína. Þar sem hann tal- aði um fyrsta boðorðið, þá sagði hann að það boðorð ætti að vera þannig: »Þú sJcalt elslca manninn«. Höf. kennir það því sjálfur, sem hann á öðrum stað í sama riti telur vitlaust og syndsamlegt. Enn fremur hefir hann það á móti fjórða boðorðinu, að þar er ekki minnzt á skyldur foreldranna við börnin. Það kann að vera rjett, að i fyrri daga hafi skyldur foreldranna gagnvart börnunum ekki verið mönnum svo ljósar sem skyldi. En boðorðið á ekki sök á því. Boðorðin eru svo fáorð, að þau ekki taka nema það, sem allra næst liggur; en það sýnist liggja nær að áminna börnin; því að gjöra má ráð fyrir, að þau þekki síður skyldur sínar en foreldrarnir. Fimmta boðorðið setur höf. ekkert út á, en finnur það að, að stjórnirnar ekki fylgja því, .meðan þær hafna ekki hernaði. Þetta er öldungis rjett, þegar um þau stríð er að ræða, sem háð eru án brýnustu nauðsynja; því slík stríð eru alla jafna óguðleg. En sumir eru neyddir til að

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.