Kirkjublaðið - 01.10.1892, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 01.10.1892, Blaðsíða 7
183 valda mestu vandræðum, og í siðferðislegu tilliti væri það einnig mjög viðsjárvert og leiða til þess, að hjúskap- ur yrði stofnaður með enn meiri ljettúð en nú er. Það er því alveg tekið úr lausu lopti að tala um nokkra kúg- un í þessu sambandi, nema ef það er talið kúgun, að fólkinu er ekki með lögum leyft að lifa saman eins og villidýr. Sjöunda og áttunda boðorðið telur höf. enn í gildi,og amast ekki við þeim, en vill að eins láta útskýringu þeirra ná yfir meira. Það er ekkert á móti því, ef hún ekki nær yfir annað en það, sem er samkvæmt anda boðorð- anna. Níunda og tíunda boðrðið vill höf. afnema. Þessi boð- orð banna að girnast það, sem menn eigi ekki. En svo er að sjá sem höf. vilji hafa leyfi til að girnast hvað sem er, ef hann heldur girndunum nokkurn veginn í skefjum. í staðinn fyrir þessi boðorð vill hann láta kenna að þekkja skyldurnar við sjálfa sig. En hin helgasta skylda, sem hver maður hefir við sjálfan sig, er það, að niðurkefja hjá sjer illar og óhreinar girndir. Það getur verið gott og nauðsynlegt að fræða menn um nýjar stefnur, er koma fram erlendis. eins í trúar- brögðum sem öðrum greinum. Blaðamenn eiga þakkir skilið fyrir það, ef það er vel gjört. En þá er þess að gæta, að velja það eitt, sem verða má til fróðleiks og nota, og í annan stað að skýra frá því með varúð og stillingu, svo að það ekki leiði fáfróða í villu eða hneyksli smælingja að óþörfu. Sjerstaklega er það varúðarvert að skýra frá því sem lieilögum sannleika, er að eins eru lausar getgátur eða vefur af sönnu og ósönnu; því að ómenntuðum lesendum blaða hættir opt við að taka laus- ar getgátur fyrir sannaðan sannleika, og kunna eigi að greina rjett frá röngu, ef það er saman ofið með nokk- urri kunnáttu. Þessi grein, sem hjer hefir verið á minnzt, er einn þess konar vefur, sem sumir kunna að villast á; en það getur reyndar verið, að hann ,sje síður saknæm- ur fyrir það, að ýmislegt af því, sem skýrt er frá 1 grein- inni, er þannig lagað, að öllum, sem nokkuð hugsa um það, hlýtur að liggja það í augum uppi, að það er lok-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.