Kirkjublaðið - 01.10.1892, Síða 11
187
burðurinn þá jafnframt að fylgja efninu eðlilegar og bet-
ur. Oneitanlega á betur við að »lifandi orð« sje flutt
með lyptandi, lifandi áhuga og fjöri.
Fyrir flestra manna tilfinningar mun það áhrifameira
að prjedika fyrir þeim um verk Guðs í náttúrunnar og
náðarinnar ríki á yfirstandandi tíma. Vjer þurfum eigi
svo mjög að sökkva oss niður í fornöldina, eða fálma
fyrir oss í öðrum huldum heimum til að verða varir við
dýrð Guðs; þetta má finna nær á hverri stundu.
Kirkjulífið hefir mikil áhrif á þjóðlífið. Þvi getur
enginn, sem annt er um þjóðlífið og framfarir þess, látið
sjer í ijettu rúmi liggja, hve dauf't og andalaust kirkju-
lifið er. Jeg óska hvorutveggja allra góðra framfara, og
segi því hiklaust:
Burt með hina gömlu prjedikunaraðferð!
BJÖRN BJARNARSON.
»Rödd« frá presti um þetta mál birtist innan skamms í Kbl.;
þab er athugavert sannleiksatribi í þessari hugvekju leikmannsins,
en frá sjónarmibi Kbl. þarf hún leiðrjettingar við, eigi svo lítillai-.
—----i--—.
Gleðitárin.
1. Þeir eiga gott sem geta hlegið,
þeim gleði lífsins mjög er sæt;
en hjartað mitt er harmi slegið,
i hvílu minni opt jeg græt;
en það er rauna blessuð bót,
að brosir fögur eilífð inót.
2. Þó að mitt hjarta særist sárum
og sorgum mæðist öndin mín,
samt græt jeg fögrum gleðitárum,
þá, Guð minn, blessuð orðin þín
í hjarta’ og eyrum hljóma mjer,
það huggun, líf og styrkur er.
3. Þó jeg í myrkri svörtu sveimi
og sýnist daufleg æfin .mín,*
jeg vona samt mig góður geymi
minn Guð af náð og miskunn sín;