Kirkjublaðið - 01.10.1892, Page 14

Kirkjublaðið - 01.10.1892, Page 14
Áð hugsa sjer nokkurn prest á íslandi fara að segja af sjer embættinu, sleppa tekjunum fyrir annað eins lítilræði eins og ]>að, að liann heldur að mestallt sje misskilningur og vitleysa, sem hann á að kenna og kennir — ja, um það skulurn vjer ekki annað segja, en að það þarf meir en lítið ímyndunarafi til þess, að láta sjer detta siíkt í hug! Slíkt tíðkast vitanlega ekki á Islandi, og þvi er einmitt haldið fram af þeim sem þykjast vera allra i-frjálslyndast- ir« í trúarefnum, að það sje einstök óhæfa að láta sjer koma ann- að eins til hugar«. Sömu staðhæfingar hafa sjest áður og verða ekki hót- ið sannari við að endurtakast. Viðsjált er þó að þegja við slíkumáburði, því eptir eitt missiri eða tvö kynni annarstaðar að vera vitnað í hann sem ómótmæltan sannleika, og slík hringför staðhæfinganna er svo óskemmtileg. Þessum áburði »Lögbergs« er hjer með mótmælt, sjer- staklega þessu tvennu, að það sjeu tiltölulega svo sárfáir á landinu, sem hafa þá trú, er kirkjan kennir, og að nokkur vilji halda presti í embætti, sem álítur það mest- allt misskilning og vitleysu sem hann á að kenna. Allir skilja við hvað er sjerstaklega átt í »Lögbergi«; það er Matthíasar-málið nýafstaðna. En gefur það tilefni til svona freklegra orða? Umburðarlyndið var og er of milcið hjer heima, og það á að vera sönnun fyrir trúarskorti. Er þá umburð- arleysi sönnun fyrir trú? Getur þá eigi einlæg trú, trúin á kærleika föðursins i syninum, getur eigi kærleikstrúin samrýmzt umburðar- lyndi við bræðurna? »Sjeu þeir iðrandi syndarar gagnvart Guði og játi trúna á Drottin vorn Jesú Krist, eru þeir allir bræður mínir«, sagði guðsmaðurinn Whitefield. IJjer heima reynir ekki á umburðarlyndi við trúar- flokka, það er vandasamara að lifa þar sem þeir eru á hverju strái. Ameríka er samkeppninnar og um leið öfg- anna land, það kemur eigi síður fram í trúarefnum. Kat- ólskir eru þar meiri páfadýrkendur en heima í Evrópu, reformertir þar halda enn fast við Dortrektarsynoduna, og gamla lúterska stefnan, sem fór fram úrLúter sjálfum, á fleiri talsmenn í Ameríku en á öllu Þýzkalandi. Hvenær verður annars i heiminn borin sú kynslóð krist- inna manna, sem standandi á grundveili postullegrar trú- arjátningar, festir augun fremur á hinu óumræðilega mikla, sem sameinar alla kristna menn, en á hinu smávægilegra, sem skilur? Hvenær lærist kristnum mönnum betur en nú, að elska sitt trúarform, án þess að deila á annara, að vera fastir við sína eigin trúarsannfæring, án þess að lítilsvirða annara? Iivenær á það að sjást í verkinu, að súrdeigs-kraptur

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.