Kirkjublaðið - 01.12.1892, Page 2

Kirkjublaðið - 01.12.1892, Page 2
að fundið hann aptur i sælunnar vist og með honum fagnað vjer fáum. H. II. Sjera Isleifs varð eigi minnzt í síðasta blaði, af því að það var komið út fyrir fráfall hans. Þar misstum vjer sviplega skörung í prestastjett, höfðingja í hjeraði og hinn mesta nytsemdarmann í öllurn greinum. Slíkir ágætismenn í prestastjett vorri, sem sjera ísleifur, eru og verða — að því er vjer vonum — jafnan lifandi mótmæli gegn því markleysuhjali, að prestar geti ekki og megi ekki gefa sig við landsmálum. Sjera Isleifur heitinn var freinstur og fyrstur í öllum gagnsemdarmálum hjeraðs síns og sjálfkjörinn fulltrúi þess til allrar stjórnar og forstöðu, en rækti þó örðúgt prestsembætti af mikilli alúð, ástsæll og virtur. Lipurð hans við barnafræðslu var frábær. Hvorutveggju lýsir sjera Valdimar rjett í erfiljóðunum: Hraustur hermaður var hann 1 stríði fyrir krossinn Krists. Hvassan, hljómskæran, hreinan, bjartan bar hann andans brand. Var hann í verkum vandasömum fimur eíns og fjöður; en í örlaga öfugstreymi sterkur eins og steinn. Sjera ísleifur verður seingleymdur vinum sínum nær og fjær, og hið ríkmannlega rausnarheimili hans verður lengi í minnum haft hjer sunnanlands sem fyrirmynd gestrisni og glaðværðar. Sjera Isleifur Gíslason prests var fæddur að Selalæk á Rangár- völlum 12. maí 1841, kynstór maður. Föðurfaðir hans var Isleifur Einarsson háyfirdómari á Brekku, en ömmufaðir var Gísli prófastur í Odda Þórarinsson sýslumanns á Grund, sem Thorarensenar eru komnir af. Sjera Gísli Isleifsson í Kálfholti, faðir sjera ísleifs, andaðist 1851, en xnóðir sjera Isleifs, Sigríður Guðmundsdótttr, lifir enn, háöldruð merkiskona. Sjera Isleifur varð stúdent 1860, og kandídat 1862, með 1. eink. frá báðum skólum, og vígðist að Keld- um og Stórólfshvoli 1865, en íjekk Arnarbæli 1870. Hann var um nokkur ár alþingismaðui', amtsráðsmaður, sýslunefndarmaður og gegndi auk þess mörgum öðrum alþjóðlegum störfum. Hann kvænt- ist, sama árið sem bann vígðist, Karítas Markúsdóttur prests Jónssonar í Odda, sem lifir mann sinn með 7 hörnum af 10, eru elzt þeirra barna Gísli, við lögfræðisnám í Kaupmannahöfn, og Krist- in, gipt sjera Ólafi Helgasyni í Gaulverjabæ. Dauðadag sjera Is- leifs har upp á síðasta sumardag 21. okt., 2 dögum eptir að hestur- inn datt með hann á Hellisheiði.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.