Kirkjublaðið - 01.12.1892, Síða 5

Kirkjublaðið - 01.12.1892, Síða 5
213 Jóla-söngur1. »Dýrð sje Guí)i í upphæðum*. Nær heyrðust þessi himna ljóð, sem heimi boða frið? Þá helgu nótt er hvíldi þjóð, en himneskt vakti lið, og birti fagra friðargjörð, um foldar dreyrug göng; á öndu stóð hin aldna jörð, er engla skarinn söng. Og enn þá boðar engla lið sín eilíf jóla-ljóð, og syngur þjer um sátt og frið, ó syndum hlaðna þjóð! Þó dynji sifellt dreyra flóð um dægur köld og löng, og Babels trufli hróp og hljóð, þú heyrir enn þann söng. Hið efra þylja þessi ljóð um þúsund-ára frið; hið neðra talar tár og blóð um tuttugu' alda bið; og bræður standa bræðrum mót með banaráðin ströng: 0 stillið yðar heiptarhót og heyrið ljóssins söng! Og þú sem gengur þyrnibraut og þrauta tæmir skál, og læzt ei finna líkn með þraut, ó lypt þú hug og sál! Því syngja’ ei enn um svala nótt hin silfurtæru göng, 1) Sbr. frægan enskan sálm: »It came upon the midnight clear«. Eptir dr. E. Sean.

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.