Kirkjublaðið - 01.12.1892, Page 6

Kirkjublaðið - 01.12.1892, Page 6
214 og boða skýrt, þó hafi hljótt, hinn helga friðarsöng! 0 blíðu-stund, ó blessuð tíð, sem boðuð er og skráð, er gullið ár skal gleðja lýð og guðleg rikja náð! Þá hverfur tár og banablóð þá bliknar feigðin ströng, og jörðin ómar loks þau ljóð, sem ljóssins skari söng. MATTH. JOCHUMSSON. Unglingaprófin. Ritstjóri Kbl. hefir leitaft npplýsinga hjá próföstum nyrðra um próf þessi og fer hjer á eptir brjefkafli frá Davíð prófasti GuÓmundssyni á Hofi. Kbl. þiggur þakksamlega frekari upplýsingar um þaÖ, hvernig prófum þessum hafi veriÓ hagaT>, þar sem þau eru á komin, og jafnframt bendingar um þaÓ, hvernig þeim yrÖi bezt liagað. Æskilegt væri að hafa sameiginlegt skýrsluform fyrir allt landið. Sjera Davíð skrifar: »Barnapróf eru ekki enn komin í gott lag hjer í pró- fastsdæminu, var fyrst lagt svo fyrir á hjeraðsfundi í fyrra að halda þau, en ekki komust þau á seinastliðið vor nema í Saurbæjar-, Grundar- og Möðruvallaklausturs- prestaköllum (140 börn prófuð). Prófunum skal framhaldið framvegis og prófastur skora á þá presta, er ekki hjeldu próf seinastliðið vor, að láta það ekki fyrirfarast næsta vor, og semja skýrslusnið til að hafa við prófin, eitt og hið sama fvrir allt prófastsdæmið. Jeg fyrir mitt leyti ann barnaprófunum. Fræðsla barnanna er sannarlega eitt af aðalkirkjumálum, og um það ætti söfnuðurinn, ef nokkurt kirkjulíf er, að láta sjer sjcrstaklega annt. Barna- prófin fara fram í viðurvist sóknarnefndarinnar, og fær þá söfnuðurinn, í sóknarnefnd sinni, kost á að kynnast því, hvernig varið er með þetta mikilvæga velferðarmál safnaðarins, og tilefni til að finna að, ef þörf cr á, eða komast fyrir, hverjum er að kenna, ef misbrestur er á, hvort heldur er eptirlitsleysi presta, eða hirðuleysi for- eldra og húsbænda. Þá álít jeg barnaprófin gjöra að-

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.