Kirkjublaðið - 02.02.1893, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 02.02.1893, Blaðsíða 2
34 Kirkjublaðið vill eptir þeim mætti, sem Guð gefur starfsmönnum þess, eíia kristilegt trúar- og siðgæðislif með- al islenzku talandi manna. Það er sama verkið, sem sjer- hver lærisveinn Drottins vors Jesú Krists á að vinna með- al bræðra sinna og ljósast og áþreifanlegast á að koma fram hjá þeim, sem öðrum fremur bera þjónsnafnið. Stefna blaðsins er þannig sjálfgefin, en aðferðin við flutning þessa háleita erindis verður með ýmsum hætti eptir þeirri mynd eða því móti kristindómsins, sem skap- azt heflr í sálu flytjandans. Vegurinn er einn, vegurinn er hann, sem um leið er sannleikurinn og lífið, en upp- tökustaðirnir eru margir, og heim til hinna himnesku föð- urhúsa liggja þannig margar samanstefnandi leiðir. »Þrennt er varanlegt; trúin, vonin og kærleikurinn«, og trúin er kærleikur og vonin er trú. Þessar myndir hins eina og sanna kristindóms geta oröið, fyrir vorum sjónum, nokkuð breytilegar og mál vort kann þá um leið að verða nokkuð sitt hjá hverjum, en ráði kristileg auð- mýkt og bróðurkærleiki i brjóstum vorum, skiljum vjer samt hverjir aðra. Vjer verðum því að bæta hver öðr- um upp það sem hinn brestur; það er samvinna limanna sem postulinn lýsir svo dýrðlega í 12. kapítula fyrra brjefs- ins til Korintumanna. Kirkjublaðið vill af fremsta megni fylgja lífsreglu, sem Pjetur postuli setur í fyrra brjefl sínu ( 15.). Það vill jafnan vera reiðubúið til þess með hógværð og virð- ingu, að verja von sína, fyrir hverjum sem krefst reikn- ingsskapar. Það er fjarri blaðinu að vilja eltast við hvað eina sem kastað er fram af óvinveittum anda til kristin- dómsins, en eigi vill það leiða hjá sjer rökstuddar árásir, sem mark er að. Slík vörn verður jafnframt að vera sókn, verjendur kristindómsins verða og að krefjast reikn- ingsskapar af andstæðingunum. Hvaða von hafa þeir að bjóða, þegar hjálpræðinu í Jesú Kristi er hafnað? En slík vörn og sókn blaðsins verður vonandi jafnan með kristilegri hógværð. Trúardeilur milli kristinna bræðra vill blaðið forðast sem mest. Kbl. sjálft vill að minnsta kosti eigi vekja þær. Það er hörmulegt þegar einhver lítilfjörlegur skoð- 1

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.