Kirkjublaðið - 02.02.1893, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 02.02.1893, Blaðsíða 6
38 sinni og von í löggjafarmálum. Lagamótið, sem nú er, er skuggsjá hinnar sidferðilegu meðvitundar og dæmi- greindar liðins tíma, og svo verður jafnan; nútíðin setur sitt mót á komandi tíð. Engin lagasetning, sem snertir siðferðileg málefni, er óviðkomandi G-uðs riki á jörðunni. Kirkjunnar menn verða að vinna að því með vakandi auga, að Guðs vilji verði, svo á jörðu, sem á himni. Það er sjálfgefið, að Kbl. fer ekki að flytja greinir um fátækralöggjöf, en það eru margar rætur örbirgðar- innar, samtága af likamlegu og andlegu böli, sem reyna mætti að grafa eptir og uppræta í þessu iitla málgagni kristindómsins. Mikið má vinna að útrýming drykkjubölsins, ekki einungis með frjálsum fjelagsskap, heldur og með laga- setning, og þeim fer óðum fækkandi, sem neita því, að sú starfsemi sje beint skylduverk kirkjunnar. Guð gefi, að bindindissamtök andlegrar stjettar manna, síðastl. ár, sje fyrirboði margra slíkra verklegra framkvæmda í kær- leiksþjónustu Krists. Þá er hin uppvaxandi kvnslóð, börnin. Að mnhyggja kirkjunnar fyrir þeim nái lengra, en til að kenna þeim kristindóm eingöngu, munu flestir játa, enda er það nú sem stendur löghelgað á landi vorn. Barnauppfræðslan og barnauppeldið, bæði fyrir hið komanda líf og þetta vort jarðneska, verður sjerstaklega umtalsefni Kbl. Hjá börnunum felst framtíðarvon kristni og þjóðar, vjer gjör- um aldrei nógu mikið fyrir þau, vegna þeirra verðum vjer að leggja á oss þyngstar byrðar. Hvergi kemur það eins greinilega fram og í því efni, að hin andlega og lik- amlega umhyggja verða að haldast í hendur. Það viður- kenna og lögin, og presturinn á eigi síður í hreppsnefnd- inni en á stólnum að reka Krists erindi. Hjer er eigi annað fyrir að sinni en að benda á, hve víðtæk þjónsskylda kirkjunnar er eptir skilningi Kbl. Beri einhyer Kbl. á brýn, að það vilji setja kirkjufjelagið á bekk með hverjum öðrum mannúðarfjelagsskap og mannkærleika, þá mun blaðið ósanna þann áburð, enda getur sá áburður eigi komið fram nema með vísvitandi rangfærslu. Kbl. mun aldrei gleyma þeim einkennum, sem

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.