Kirkjublaðið - 02.02.1893, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 02.02.1893, Blaðsíða 5
87 ið til min allir þjer, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, jeg vil gefa yður hvíld«. Þetta síðastnefnda tekur lítið til vor á landinu her- lausa og iðnaðarsnauða, en lijer er eigi að síður nóg neyð, sem hrópar tilkærleiksfjelagsins, sem hefir Krist fyrir höfuð. Hjer er eigi um eitt af tvennu að ræða. Hin likamlega neyð er allajafna svo óaðskiljanlega samtvinnuð hinni andlegu, að kristin kirkja verður að stríða við báðar í senn. Böl örbirgðarinnar, fáfræðinnar, drykkjuskaparins og hmennsku-fyrirmyndarinnar er tíðum eigi síður rót syndabölsins, en ávöxtur þess »Margan læknaöi son Guðs sæti, sjúkan meðal almúg- ans«. Frelsari vor bætti hverskonar mannlegt böl. Minn- umst þess, kristnir vinir, sem hann gjörði og hlýðum því sem hann sagði. Skylda lærisveina lians er óumræðilega þung, þetta, að verða »allra þjónar«. Þegar vjer höldum að sjálfurn oss eða öðrum kristin- dómskröfunni í allri sinni fylling, grípur oss sár blygðun eigin syndar og vanmáttar. Sverð kristindómsins er tví- eggjað. Kristindómskrafan er kærleikur. Yjer höfum nafnið svo opt á vörunum, vjer erum orðnir svo undur vairir að heyra það, að það er svo opt ekkert nema orð, fagurt orð. Á einverustund, með hina helgu sögu lifandi í minni voru, getur gripið oss sú tilfinning, að vjer mætt- urn helzt aldrei nefna það orð, orð kærleikans. Já, vjer töluni ef til vill of mikið, eitt er víst, vjer biðjum of lítið. 1 svnd vorri og vanrnætti verðum vjer að biðja urn náð styrk, svo að kærleiksorðið sje eigi hjegóminn einber á vörum vorum, svo að kærleikstal vort snúist oss eigi til syndar og áfellisdóms fyrir Guði og mönnum. Þetta á eigi að vera uppbyggileg hugvekja um sjálfs- afneitun og bróðurkærleika — það tvennt cr óaðskiljan- legt , hcldur utn þjónsskyldu kirkjunnar. Það er skiln- ingur Kbl. á þessari þjónsskyldu, og þá um leið bending um það, hve víðan verkahring það vill taka sjer; ýmsir kunna að telja hann of víðan. Það er sjálfgefið, að Kbl. fer eigi að flytja ítarlegar gieinir um almenn landsmál, en það telur sjer -eigi mein- nð að gcfa bendingar í setn fæstum orðum, lýsa yfir ósk

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.