Kirkjublaðið - 01.12.1894, Page 6

Kirkjublaðið - 01.12.1894, Page 6
914 get aldrei minnzt hans án þakklætis við Guð, sem Ijet mig sjá svo áþreifanlega, að jeg var á leið til glötunar. Sögu þessa vil jeg svo segja lesendum Kirkjublaðsins, ef vera mætti, að einhver óráðinn unglingur, sem læsi hana, væri á líkum vegamótum og jeg var þá. Þó jeg ætti að sumu leyti engum sældarkjörum að fagna í uppvextinum, þá var jeg þó svo lánssamur, að eiga góða og guðhrædda móður, sem bæði opt bað Guð fyrir mjer og leitaðist við á allan hátt, að innræta mjer bænrækni og traust á Guði. Þegar jeg lagði af stað úr foreldrahúsum til Reykjavíkurskóla, fylgdi hún mjer ein á veg og aldrei líður rnjer úr minni með hvað heitum tárum og innilegum bænum til Guðs, um blessun og ham- ingju mjer til handa, og hve alvarlegum áminningum, að jeg skyldi vanda ráð mitt og treysta Guði — hún kvaddi mig að skilnaði, og ásetti jeg mjer þá staðfastlega að fylgja jafnan áminningarorðum hennar; en æskugjálífið gjörði það að verkum, að brátt fór fyrir mjer eins og Núma, sem »gleymdi Tasa og Tulli presti«; æskufjörið og lífsgleðin, hugsunar- og staðfestuleysið, þyrlaði á brottu úr huga mjer hinum hjartnæmu skilnaðar- og áminningar- orðum móður minnar. Á þessum timum var drykkjuskapur eigi alllitill með- al lærisveina skólans, þó sjaldan yrði uppvist. Þegar jeg kom í skóla, hafði jeg enga tilhneigingu til að neyta víns, enda aldrei vanizt því, en piltur einn, sem jeg helzf þekkti, en sem raunar alls ekkl var drykkfeldur, gat mjer stundum, þegar jeg var í fyrsta bekk, á sunnudög- um í staupi með sjer, þó aldrei svo mikið, að við yrðum neitt verulega kenndir. í fyrstu þótti mjer vínið alls eigi gott, og þáði þetta fremur af þægð en löngun, en svo fór, seinni part vetrar, og framan af vetri í öðrum bekk, þá sunnudaga, sem jeg ekki smakkaði neitt vín, að jeg fór að finna einhver ónota íeiðindi. Rjett fyrir jólin, jeg held að jólafríið hafi verið byrjað, kom piltur þessi til mín, og segir við mig: »Viltu ekki vera með annað kvöld, nokkrir piltar ætla að skemmta sjer hjá kaup- manni R.«. Hann hafði sölubúð i austurenda á húsi einu ekki all-langt frá sjó og sneru búðardyrnar í austur.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.