Kirkjublaðið - 01.11.1895, Page 5

Kirkjublaðið - 01.11.1895, Page 5
þótt nágrannaprestar veiti slíkum prestaköllum s\m góða þjónustu sem þeim er unnt, þá leiðir það af vegalengd- um víðast hvar á milli kirkna, að messufall hlýtur að verða, á meðan svo stendur, hvern helgan dag í öðru- hvoru prestakallinu. Fjórða orsök messufalla er það, þegar kirkjur eru í smiðum eða fá mikilvæga aðgjörð eða eru málaðar. Þetta kemur tiltölulega opt fyrir hjer á landi, sökum þess, að kirkjurnar eru allflestar gjörðar úr þeim efnum, sem eigi eru varanieg (timbur eða torf), svo að endurbyggiugar og viðgjörðir eru tíðar. Og slíkt tekur þar að auki opt lengri tíma heldur en vera skyldi, sökum þess að smiðir fást eigi, þegar mest liggur á, eða ekki nógu margir, til að leysa verkið greiðlega af hendi, eða þá útveganir á efni bregðast eða efnisskortur verður, meðan á smíðinni stendur. Til frekari skýringar skal hjer getið þeirra prestakalla, þar sem allmörg messuföll hafa orðið á um- ræddu tímabili af þessum orsökum, sem minnzt hefir verið á. 1892. Prestlaust var töluverðan kafla af árinu: í Mjóafirði (prestur fór utan til lækninga), Kálfafellsstað, Asapresta- kalii, Meðallandsþingum, Eyvindarhólum, Skarðsþingum, Rafnseyri, Stað í Grunnavík, Kvíabekk, Þönglabakka og Þóroddstað. Kirkjur voru í smíðum: í Mjóaflrði, Kálfatjörn (18 messudaga), Torfastöðum í Árnessýslu, Setbergi (17 messu- daga), Haga á Barðaströnd (10 messudaga), Stað 1 Grunna- vík (16 messud.), Breiðabólstað í Vesturhópi, Hvammi í Skagafirði (8 messud.), Mælifelli (6 messud.). 1893. Prestslaust um langan tíma: að Kálfafellsstað, Ey- vindarhólum, Arnarbæli, Helgafelli, Stað í Grunnavik, Breiðabólstað í Vesturhópi, Þönglabakka. Kirkjur í smíðum: að Djúpavogi, Kálfatjörn, Breiða- bólstað í Vesturhópi, Undirfelli (19 messudaga), og Möðru- dal á Fjöllum. 1894. Prestslaust um langan tíma: að Helgafelli, Breiða- ólstað 1 Vesturhópi og Ríp.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.