Kirkjublaðið - 01.11.1895, Side 6

Kirkjublaðið - 01.11.1895, Side 6
Auk þeirra ínessugjörða, sem taldar eru í töfíununl, hafa öll árin verið fluttar allmargar aukamessur og kvöld- söngvar, sem sje: 1892: 10 aukamessur og 42 kvöldsöngvar 1893: 15 aukamessur og 7 kvöldsöngvar 1894: 13 aukamessur og 45 kvöldsöngvar, og eru þó hjer ekki taldar þær guðsþjónustugjörðir, sem haldnar hafa verið við biskupsvísitazíur þessi árin í nokkrum prófastsdæmum. Tölu altarisgöngufólks vantar í skýrslurnar úr nokkr- um prestaköllum öll árin og verða því engar óyggjandi ályktanir dregnar út úr þessum tölum. Altarisgöngu- fólk er nokkuð töluvert fleira en skýrslurnar greina. En það er ljóst, að yfir höfuð að tala eru altarisgöngur stór- um miður ræktar hjer á landi á þcssum tímurn heldur en vera ætti og heldur en áður hefir verið, þegar litið er nokkuð aptur í tímann. Fleiri athugasemdir þykir mjer ekki ástæða tilað gjöra við töflurnar að þessu sinni. Þeir sem vilja, geta borið þær saman við hinar fyrri töflur og athugað þann mismun í ýmsum greinum, sem við það kemur fram. En ávallt verður þó að hafa i huga, að skýrslur þessar eru ekki svo fullkomnar og nákvæmar. sem æskilegt væri. HALLGR. SVEINSSON. 137. Davíðs sálmur. Sem ísrael við Evfrats kalda strauma í útlegð nú vjer daprir sitjum hjer. 0, harðir menn, þjer skorið á oss auma, að yrkja gleði-lofsöng skulum vjer. En þegar harmar hjörtun þyngja, ó, hvernig eigum vjer þá gleðiljóð að syngja? Vjer dveljum hjer í hörðu’ og köldu landi, sem heimtið þjer vjer köllum föðurland. Hjer er svo margt svo illt og óþolandi, hjer er svo margt, sem býr oss tjón og grand.

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.