Kirkjublaðið - 01.11.1895, Side 7
Þá slíkir harmar hjörtun þyngja,
ó, hvernig eigum vjer þá gleðiljóð að syngja?
Vjer búum hjer við fátækt, stríð og fjötra
og fáum sjaldan nokkra glaða stund;
vjer lifum hjer við harðan kost og tötra,
og hvernig er þá von að glöð sje lund?
f>á slíkir harðir harmar þyngja,
ó, hvernig eigum vjer þá gleðiljóð að syngja?
Vjer lifum hjer í hatursfullum heimi,
þar hver vill annan niður fyrir sig.
Hver getur lofað allt það öfugstreymi?
hver unað sjer á Babels hrekkjastig?
Þá slíkir heimsins harmar þyngja,
ó, hvernig eigum vjer þá gleðiljóð að syngja?
Þó kviðum ei; það koma betri tíðir,
þá kætist aptur harmi þrungin lund,
er komum vjer i Síon heim um síðir
í sælureit, á helgan Drottins fund.
Þá harmar engir hjörtun þyngja,
og hjartanlega glaðir skulum vjer þá syngja.
V. B.
Athugasemdir um fríkirkjumáliö.
Svar til J. L. L. J. frá V. B.
(Niðurl.).
Ýmislegt er fleira í svörunum upp á fríkirkjuspurning-
arnar, sem mjer sýnist fremur styðjast við trú en rök.
Til þess að orðlengja þetta ekki ofmjög, verð jeg fljótt
yflr að fara. Það þarf trú til þess, að ætla, að kirkjan
haldi að sjálfsöðgu áfram að vera ein heild eptir skilnað-
inn; því að hættara er að jafnaði við sundrung og flokka-
dráttum í fríkirkju, og tel jeg það fremur ókost en kost,
Og það er fleira en ágreiningur í trúarefnum, sem getur
sundrað henni; það þarf ekki nema óánægju í svipinn
með aðgjörðir kirkjustjórnarinnar, og eru dæmi til slíks,