Kirkjublaðið - 01.11.1895, Qupperneq 8

Kirkjublaðið - 01.11.1895, Qupperneq 8
eínm'g hjer á kncíi, enda þótt ríkiskirkja sje. — Það þarf trú til þess, að ætla, að menn gangist ekki töluvert fyrir því að fá ódýra presta; það þarf heldur ekki að vera af grunnhyggni einni, að menn leggi allmikla áherzlu á það, heldur af fjeskorti. — Það þarf trú til þess að gjöra ráð fyrir því, að prestum verði svo vel launað starf sitt, að þeir almennt geti af kaupi sínu lagt upp nægilegan forða til elliáranna fyrir sig eða ekkjur sínar, því að tæplega mundi þeim heldur verða komið tyrir fyrir sama meðlag og nú gjörist með sveitarómögum. Það þarf trú til þess, að ætla því sama löggjafarvaldi, sern ekki þykir trúandi fyrir meðferð ytri mála kirkjunnar, að vera sanngjarnt við kirkjuna í fjárskiptum. — Það þarf trú til þess, að hugsa, að ómenntaðir eða lítt menntaðir menn leysi al- mennt jafnvel af hendi skrifstofustörf sem skólagengnir menn. — Það þarf trú til þess, að ímynda sjer, að það verði í nokkru tilliti affarasælla, að embættismenn rikis- ins staðfesti hjónabandið en að prestarnir gjöri það, enda þótt svo megi vel vera, ef almenningi er það geðfelldara, sem er mjög vafasamt. — Og það þarf trú til þess að ætla, að umsjón með uppfræðslu ungmenna fari öðrum bet- ur úr hendi en prestunum; þvi að hjer á landi er ekki sú ástæða til að taka þessa umsjón af prestunum, sem sumstaðar óneitanlega er ástæða til í öðrum löndum, þar sem prestar eru apturhaldsmenn í menntamálum. En sjerstaklega þarf mikla trú, til að trúa skilyrðis- laust á óbrigðula yfirburði fríkirkju yfir ríkiskirkju, trúa því, að fólkið verði guðhræddara og betra, auðugra og á- nægðara, eða með öðrum orðum, að trú og siðgæði og velmegun vaxi i landinu við breytinguna. Vel veit jeg það, að sá muni vera tiigangurinn hjá þeim vinum kirkj- unnar, sem halda fram fríkirkju, að ná einhverju af þessu að minnsta kosti; og sá tilgangur er auðvitað í alla staði lofsverður. En afleiðingarnar eru ófyrirsjáanlegar, enda er torvelt að leiða rök að þvi, að þetta hljóti að verða afleiðingin, Hin helztu rök, sem reynt er til að leiða að þessu, er það, að benda á dæmi annara þjóða, þar sem fríkirkja er. Vera kann, að frikirkjurnar í Sviss eða á Skotlandi standi á háu stigi, En það er aðgætandi, að

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.