Kirkjublaðið - 01.11.1895, Síða 10
2Ó2
bezt sje um allt búið að öðru leyti og það blessist veí í
framkvæmdínni. Svo er og sjálfsagt, að alltaf þarf nokk-
urt frelsi, en hvað mikið, er naumast unnt að ákveða.
Það verður að fara eptir því, hvað þeir eru andlega
þroskaðir, sem þess eiga að njóta; því meiri sem þrosk-
inn er, því meira þarf frelsið að vera; og þar sem hvort-
tveggja er á háu stigi í jafnvægi, þar sýnast vera mest
skilyrði fyrir sannri framför. Það virðist í «svörunum»,
vera gert ráð fyrir því sem sjálfsögðu, að hjer á landi
sje mikið ófrelsi í kirkjulegum efnum. Þar er talað um
«bönd», «fjötra» og «ánauð, sem drepi alla dáð». Jeg
veit ekki hvar þetta á heima. í íslenzku kirkjunni á
það ekki heima, að þvi er jeg veit,. Eða hvað er átt
við með þessu ? Hjer er þó trúarfrelsi, sem er mest um
vert. Jeg veit og ekki betur en að allur þorri manna
hjer sje svo frjáls sem unnt er fyrir efnalitla þjóð, bæði
í kirkjulegum efuum og yfirleitt flestum öðrum efnum.
Þó að þjóðin í heild sinni hafl reyndar ekki svo fullt
pólitískt sjálfsforræði sem eðlilegast er og hún á rjett á,
þá er einstaklingafrelsið eða hið persónulega frelsi, að
því leyti sem fátækt og skuldir ekki hepta það, svo mik-
ið hjer á landi, að jeg efast um, að það sje nokkurs-
staðar meira meðal siðaðra þjóða. Að minnsta kosti er
það varla í öliu tilliti i hinni fríkirkjulegu Ameriku, sem
nú er hneppt í kúgunarfjötra auðvaldsins, hvað mikið
frelsi sem hún hefir á pappírnum. Það eru lijer raun-
ar sjálfsagt enn, eins og alstaðar, ýms óeðlileg bönd á
ýmsum minniháttar atriðum; en þá er að fá þau afnum-
in smátt og smátt; eptir því sem unnt er.
Þó að jeg sje að andþæfa lítið eitt gegn fríkirkju
hjer á landi að svo komnu, þá skal jeg fúslega viður-
kenna það, að fríkirkja, þar sem hún á við þjóðina og er
nægilega undirbúin, heflr ýmsa kosti fram yflr ríkiskirkju.
í fríkirkjum er hið ytra kirkjulega lif óneitanlega »fjör-
ugra og framkvæmdarsamara». En það er líka höfuð-
kosturinn. Aptur erjeg hræddur við fríkirkju hjer að
sumu leyti, einkum ef hún er ekki þvl betur undirbúin
og orðin svo að segja samvaxin hugsunarhætti fólksins.
En það, sem jeg er einkum hræddur við í þessu tilliti,
er trúarvingl, trúardramb og trúarofsi og ekki sízt veru-