Kirkjublaðið - 01.12.1895, Blaðsíða 1

Kirkjublaðið - 01.12.1895, Blaðsíða 1
mánaðarrit handa íslenzkri alþýðu. Y. RVÍK, DESEMBER, 1895. Vetrarsálmur. Eptir C. J. Boye. Ó ríkdóms djúp, ó dýrðarbað af Drottins veldi’ og náð! Á hverjum tima, hverjum stað hans hátign stendur skráð. Hin frosna mörk, hin freðna grund og falin aldan blá, — það vottar allt á alla lund um undur Drottins há. Nú hvílir sig hin svala jörð og sefur blítt og rótt við vögguljóðin: veðrin hörð á vetrar kaldri nótt. Nú dreymir hana í vetrarværð um vorsins gleði’ á ný. — Svo huggar Drottinn hjörtu særð, er hjúpa sorgaský. Nú flögrar yfir fölva grund hin fjaðralausa hjörð. Það ei þarf nema eina stund, unz orðin hvít er jörð. Hún sezt á visna vetrar-grein og veiku þökin smá. — En það ei gjörir grand nje mein, sem Guði kemur frá.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.