Kirkjublaðið - 01.12.1895, Síða 3

Kirkjublaðið - 01.12.1895, Síða 3
211 bæjaröðinni, þótt íbúar sjeu ura 100,000, er hin stórkost- lega uppeldisstofnun, sem kennd er við stofnandann, sem nefndur er yfir þessum línum, trúmanninn mikla og mannvininn Francke, sem kom að háskólanum í fæðingu hans og átti mestan þátt í vexti og viðgangi hans og hefir kastað frægðarijóma yfir skólann og bæinn l fullar 2 aldir. Rjettara væri að tala um margar stofnanir, hjer ræðir um heilt stræti í borginni með byggingum að rúmi og verði móti hálfum höfuðstað Islands. Þar er sjálft munaðarleysingjahúsið, stofnað 1698, þar er latínuskóii, gagnfræðaskóli, kennaraskóli, kvennaskóli, alþýðuskóli, frískóli fyrir börn og handvinnuskólar. Þar er stórt prentverk, sem einkum tæst við prentun heilagrar ritn- ingar, samhliða því er bókaverzlun. Þar er kristniboðs- stofnun, þar er lyfjabúð og fleira mætti telja. Öll þessi starfsemi er rekin undir einni stjórn og í anda stofn- andans. Ágúst Hermann Francke er fæddur 22. marz 1663 í Lýbekk, faðir hans var lögfræðingur í góðri stöðu og dó hann frá syni sínnm 7 vetra. Sveinninn hafði ágætar námsgáfur og stundaði málfræði og guðfræði við ýmsa háskóla og varð 22 ára gamall »meistari« í Leipzig fyr- ir hebreska málfræði, enda var elja hans svo mikil að hann fór 6 sinnum eitt árið yfir allt gamla testamentið á frummálinu. Aldamótin sem þá fóru i hönd voru mikill andlegur byltingartími í lútersku kirkjunni þýzku. Gullöld trú- fræðinnar lútersku, 17. öldin, bauð steina fyrir brauð, strembiun rjetttrúnað og sífelldar stæiur, en skeytti ekki um hið innra trúarlíf nje kristileg kærleiksverk hið ytra. Spener og hans fylgjendur sem fá kenningarnafnið píe- tistar veita nýjum frjóvgandi lífstraum yfir þennan bruna- sand. Krafa þeirra er lestur heilagrar ritningar, guð- ræknidiðkanir í heimahúsum, lifandi trú hið innra, sýni- leg hið ytra i ýmiskonar vandlætisháttsemi. Háskólinn í Halle verður aðal-stöð hinnar nýju stefnu, þar verður Francke höfuðraaðurinn og merkastur læri- 6veinn Speners, en áður varð hann sjálfur að heyja sitt

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.