Kirkjublaðið - 01.12.1895, Side 5
213
hrópaði til himinsins, hrópaði á svar, ef þar væri nokkur
Guð og frelsari. Bænheyrzlan og svarið kom, skýrt og
skyndilega. Hann lýsir því með þeim orðum: »Allur efl
var horflnn, jeg fullvissaðist í hjarta mínu um náð Guðs
í Jesú Kristi, nú gat jeg ekki einungis kallað hann Guð,
jeg gat lika kallað hann föður. Öll hryggð, allur kvíði
hjartans var á flótta rekinn, mjer var sem steypt væri
yflr mig laug einskærrar gleði, af gnægð hjartans varð
munnurinn að lofa og vegsama Guð fyrir hina miklu náð.
Jeg hafði kropið á knje í sárri neyð og í myrkri efa-
semdanna, jeg reis upp með óumræðilegum fögnuði og
öruggri trú. Mjer kom það svo fyrir, sem hefði jeg allt
líf mitt til þessa hvílt í fasta svefni, og sem að jeg nú
vaknaði af draumi. Jeg var viss um það, að heimurinn
með öllum sinum unaðsemdum gæti ekki vakið unað
sem þennan í mannshjartanu«. Nokkrum dögum síðar
prjedikaði hann og lagði út af textanum Jóh. 20, 31.
»Upp frá því«, segir hann i æfisögubroti sínu, »var krist-
indómurinn mjer alvörumál, og mjer veitti það ljett, að
leggja niður óguðlegt athæfi og hafna veraldarfýsnum«.
Eptir þetta kynntist hann enn betur Spener, sem þá
var í Dresden, og tveim vetrum eptir ræðuna í Lýneborg
settist hann að íLeipzig og safnaði að sjer hóp stúdenta
til biflíulesturs og varð úr þvi nokkurs konar smásöfn-
uður, sem mætti miklu aðkasti, og þá kom upp í Leipzig
uppnefnið »píetistar« árið 1689 eða 1690. Hið síðarnefnda
ár, er honum var ekki lengur vært i Leipzig, fjekk hann
óvænt köllun til prestsþjónustu í Erfurt. Þar hafðist
hann við ein 3 missiri og þótti framúrskarandi prjedikari;
en það varð honum einmitt til falls, að nokkur katólsk
heimili gengu í söfnuð hans, og gátu þá katólsk stór-
menni ráðið því, að honum var vikið frá embætti og
hann meira að segja rekinn burt úr borginni með sólar-
hrings fyrirvara.
Samadaginnogþetta skeði, i sept.1691, var sentaf staðbrjef
til Franckes frá Berlín, þar sem kjörfurstinn bauð honum
embætti við hinn fyrirhugaða háskóla í Halle. Francke
fjekk fleiri sæmileg boð, en eptir ráðum vinar síns Spen-
ers, sem þá var kominn til Berlínar, þáði hann þetta og