Kirkjublaðið - 01.12.1895, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.12.1895, Blaðsíða 2
210 Nú æðir stormur yfir grund og yfir djúpin blá; hann hamast að eins stutta stund, ei standast lengi má; því bráðum fjötra frostsins bönd hans feiknar-öldurót. — 0, beyg þig undir herrans hönd, þú henni stenzt ei mót. Með bæn og von og bljúgri lund þú bíð í kyrrð og ró, sem vetrarblóm á bleikri grund, sem byrgt er undir snjó. Gteym hjartað ferskt, þótt frost og hret þjer falli títt i skaut; og glaða von á vor það set, sem vetr’inn hrekur braut. V. B. Allra þjónar. 4. Ágúst Hermann Francke. Halle er einn af hinum nafnfrægari háskólabæjum Þýzkalands, og er nýafstaðin 200 ára minningarhátíð þess háskóla. Þar var höfuðból píetistanna framan af 18. öldinni, og um eitt skeið var það, að enginn fjekk prests- embætti í Prússaveldi, nema hann gæti lagt fram skrif- legt vottorð um »náðarstöðu« sína frá guðfræðiskennur- unum í Halle. Seinna á 18. öldinni og nokkuð fram á þessa öld var háskólinn aptur aðalstöð ratíónalistanna eða skynsemistrúarmannanna. Napóleon lokaði háskólan- um tvisvar, en jafnharðan og farginu ljetti af, reis hann úr rústum, og í seinna skiptið, árið 1815, var Wittenberg-. háskólinn, móðurstöð siðbótarinnar, lagður við háskólann í Halle. Margir nafnkunnir fræðimenn lútersku kirkj- unnar hafa um lengri eða skemmri tíma kenm við þann skóla, og hann sækja sem stendur um 600 guðfræðis- nemendur. Annað merkast við þennan bæ, sem ekki er 1 stór-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.