Kirkjublaðið - 01.12.1895, Side 4

Kirkjublaðið - 01.12.1895, Side 4
212 trúarstríð, og skal hjer á eptir sagt frá því, eptir þvl sem hann sjálfur sagði vinum sínum frá síðar. Hann var þá 24 ára gamall kandídat, sem gaf sig við vísindunum, og sjerstaklega lagði stund á fornmál biflíunnar. Hann var staddur í Lýneborg og bað pró- fasturinn þar í borginni, guðhræddur og trúaður öldungur, þennan unga og efnilega kandídat, að stíga einhverntíma í stólinn fyrir sig. Nú var Francke, sem frá æsku hafði verið alvörugefinn, svo lyntur, að hann vildi ekki einungis æfa sig í því að prjedika, undir væntanlega preststöðu, heldur jafnframt tala áheyrendum sínum til uppbygging- ar. -Hann var lengi að velja sjer texta, og loks rjeði hann af að leggja út af orðunum í niðurlagi 20. kapítula í Jóhaunesar guðspjalli: »En þetta er skrifað, svo að þjer tryðuð, að Jesús er Kristur, sonur Guðs, og svo að þjer, sem trúið, hafið lífið í hans nafni*. Umtalsefnið varð samkvæmt þessum texta hin sanna og lifandi trú. Hann lagði efnið vandlega niður fyrir sjer og liðaði það sundur eptir rjettum prjedikunarreglum : Hvaðan sprettur hin sanna og lifandi trú, hvert er verk hennar í mann- inum, hverjir eru ávextir hennar ? Hann reyndi svo að hugsa og rita um þetta, en honum varð ekkert ágengt. Það var alveg ný hugsun sem sló hann, og þessari nýju hugsun óx svo megin, að hann batði ekki viðþol fyrir henni. Hugsunin eða röddin hið innra var þessi: »Ætlar þú að prjedika um trúna og hefir hana ekki sjálfur, ætlar þú að heimta það af öðrum, sem þig vantar sjálf- an?« Hann lýsir síðan ástandi sínu frekar með þessum orðum: »Allt hið liðna líf mitt varð opið og öndvert fyrir sjónum mfnum, sem borg undir fótum manns, sjeð frá háum turni. Jeg fann til &ynda minna og jeg sá og skildi, hvaðan þær allar væru runnar: frá vantrúnni eða rjettara sagt, frá trúarskortinum, sem jeg svo lengi hafði dregið sjálfan mig á tálar með«. Angist hans og sálar- stríð var mikið. Hann fann hve sárt það var, að hafa engan Guð, sem hjartað gæti grátið syndirnar fyrir. — Sálarstríð hans snerist í brennandi bæn um lausn úr þessari neyð. Grátandi kastaði hann sjer á knje og

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.