Kirkjublaðið - 01.12.1895, Page 6

Kirkjublaðið - 01.12.1895, Page 6
214 varð prófessor 'í hebrezku, og um leið prestur i undir- borg eða þorpi fast við bæinn, sem nefndist Glaucha, var slikt þá alsiða, til þess að bæta kjör hinna lágt- launuðu háskólakennara. Ástandið í söfnuði hans var hið aumasta, fátækt og fátræði á mjög háu stigi, og auk þess mikil siðaspilling. Hann hjelt þvi fram, og fór sjálfur eptir þvi, að það væri engin kristileg prjedikun, þar sem eigi væri rakið svo mikið af sáluhjálparveginum, að það gæti dugað hverj- um áheyranda til sáluhjálpar, þó að hann heyrði ekki nema þá einu prjedikun á æfi sinni. Hin lifandi prje- dikun hans, frá hjartanu til hjartans, hreif alla með sjer, en auk þess hafði hann utan messu guðræknis-iðkanir heima hjá sjer og i kirkjunni, er allt vakti mikið líf, og jafnframt all-mikla mótstöðu gegn honum. En hann vakti eigi síður nýtt líf með öðru. Eitt hið nýstárlegasta í siðbót Lúters, sem ekki sízt varð henni til gengis og sigurs var barnafræðslan. Trúfræðis-öldin hafði að kalla slökkt það skæra ljós siðbótarinnar, það var ekki annað eptir, en dautt utanbókarnám fræðanna, og því enda lítið sinnt af prestunum. Barnaspurningarn- ar lifna aptur við með píetistunum og fremstur í flokki gekk þar 'hinn mikli barnavinur Francke. Annað var það, sem hann taldi nauðsynlegt, að væri samhliða prje- dikuninni og það voru skriptirnar. Lúterska kirkjan vildi alls ekki afnema skriptamál einstaklingsins, en í framkvæmdinni varð það svo og er víðast hvar. Francke krafðist þess af sóknarmönnum sínum, að þeir töluðu einslega við sig um ástand sálar sinnar, áður en þeir gengu til altaris, og þar sem hann uggði að skriptagjaldið, sem þá var tekið af altarisgöngufólki, stæði fyrir altaris- göngu sumra, gaf hann það alveg eptir, þó að það væri verulegur hluti af hinum litlu tekjum hans: »1 prjedik- uninni er orðinu sáð, í skriptastólnum er það vökvað og frjóvgað«. Áhrif Franckes á stúdentana voru ekki minni. Fyrst var kennsla hans málfræðisleg, en seinna kenndi hann guðfræði og hjet prófessor í guðfræði. Kærust var hon- um af öllu skýring nýja testamentisins. Einu sinni í viku

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.