Kirkjublaðið - 01.12.1895, Page 7

Kirkjublaðið - 01.12.1895, Page 7
215 hjelt hann alveg einkennilegan »fyrirlestur«, og var kennslunni hagað svo við háskólann, að allir guðfræðis- nemendur gátu verið þar við. Það var ekki bókleg fræðsla, en það var töðurlegt samtal við stúdentana og holl ráð um allt líf þeirra og háttu, aðvaranir og áminn- ingar. Nytsemi þeirrar stundar varð mikil og góð. Há- skólinn í Halle varð brátt aðalstöð hins lifandi kristin- dóms og Francke var þar lífið og sálin, en margir fleiri honum samhentir kennarar völdust þangað, enda hafði Spener ráðið mestu um skipun embættanna. En nú er eptir að segja frá hinni yfirgripsmiklu kærleiksstarfsemi Franckes í kirkjunni, og hún átti að vera aðal-umtalsefnið í þessari stuttu frásögu um hann. (Niðurl.). Fyrsti jólagestur barnanna. (Smásaga send Jólablaðinu). Einn dag voru 2 börn ein heima, þau lögðu sjálf matinn handa sjer á miðdagsverðarborðið. Þau voru að tala um Jesú, 'þvi komið var að jólum. »Ef við nú«, sagði drenghnokkinn, »legðum á borðið hníf og matfork handa Jesú eins og handa okkur, og bæðum hann að koma og borða með okkur, skyldi hann þá koma? Mamma segir, að hann heyri til okkar, og blessi okkur eí við biðjum hann þess af öllu hjarta«. »Við skulum reyna«, sagði litla systir hans. Settu þau siðan þriðja stólinn að borðinu, báru fram hnif, fork og disk, fórnuðu höndum, og báðu Jesúm að koma og borða með þeim. Sátu síðan kyr og hlustuðu. Þá var barið hægt að dyrum. »Farðu til dyra«, sagði Anna hálfkvíðandi. »Nei, við skulum bæði fara« mælti bróðir hennar. Þau fiýttu sjer, opnuðu dyrnar, gægðust varlega út, og áttu von á að sjá frelsarann með gullkórónu á höfði; en úti fyrir stóð þá bláfátækur drenghnokki, blár af kulda og skjálfandi. Þeim brást vonin. »Það er þá ekki annað en þessi fátæklingur« kom í huga beggja. »Bíddu við«, sagði annað þeirra. »Nú skil jeg það;

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.