Kirkjublaðið - 01.12.1895, Side 8

Kirkjublaðið - 01.12.1895, Side 8
216 Jesús heflr eflaust heyrt til okkar, en heflr máske ekki getað komið sjálfur, ogheflrþví sent þennan litla dreng*. Þannig hjeldu bæði systkinin að hlyti að standa á þessu. Þau Ijetu fátæka drenginn fara með sjer inn í stof- una, settu hann í sætið sem þau ætluðu Jesú, og ljetu hann borða með sjer. Þar sem þau sátu við borðið og horfðu á drenginn fátæka hversu lystugur hann var að borða, sagði annað systkinanna: »Á jeg að segja þjer hvað jeg held? Jeg held að Jesús viti um og sjái hvað hjer fer fram, honum þykir eins vænt um það, eins og hann hefði sjálfur þeg- ið, og það er hann sem gjörir okkur glöð i anda yfir að hafa gjört þetta«. »Já jeg feilst á þetta«, kallaði hitt með ánægjulegum róm og bragði. Þetta var þeirra fyrsti jólagestur. Síðar höfðu þau á hverjum jólum einhvern slikan gest hjá sjer, sem þau gáfu mat og föt, og þeirra mesta gleði var að auðsýna fátækura og aumuro miskunn sina. Þýtt heflr St. M. J. Umburðarleysi. Hinn ágæti skörungur biskupakirkjunnar ensku F. W. Farrar, sem flestum mun kunnur að nafni og sumum af ritum sfnum, kemst svo að orði i hinu síðasta riti «Um hina fyrstu daga kristninnar» (The early days of christianity): «Umburðarleysi í trúarefnum hefir ætíð og mun ætið hafa það fyrir mark og mið að gjöra þröngar og einsýn- ar skoðanir og ályktanir að trúarefni, og þá jafnframt útiloka og fordæma alla þá, sem hafna þessum ályktun- um, eða skilja þær eitthvað á annan veg. Hjer skal rakinn hugsunarþráður eða röksemdafærsla slíkra of- stækismanna: Mínar skoðanir eru byggðar á skýringu heilagrar ritningar. Ritningin er óskeikul. Skilningur minn á henni er líka óskeikull. Þínar skoðanir og ályktanir eru fráviknar minum, þess vegna hlýtur þú að hafa_rangt fyrir þjer,

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.