Kirkjublaðið - 01.12.1895, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.12.1895, Blaðsíða 9
21? Allar rangar skoðanir hafa svo djúpar ræturnar og dreifðar greinarnar, að hver sem víkur frá í óverulegum atriðum, hlýtur að villast í hinum verulegu. Því er það, að allir þeir, sem ekki eru jábræður mínir eru trúarvillumenn. Öll trúarvilla er ill. Allir trúvillingar hljóta að vera vondir menn. Það er kristileg skylda mín að hata þá, ófrægja þá og ill- mæla þeim.» Kristniboðið í Kína. Þetta útlíðanda ár hefir verið mjög þungbært fyrir kristniboðana í Kína, og hafa oísóknirnar komið jafnt niður á katólskum og prótestantiskum trúboðum. Hleypi- dómar almennings eru hræðilegir, sjerstaklega þó þeir, að trúboðarnir hæni að sjer börn til að slátra þeim og að kristnir menn yfir höfuð eti mannakjöt. Síðastliðið sumar kom það atvik fyrir, að Kínverjar þóttust fá sannanir í hendur fyrir þessu ódæði og jók það mjög á ofsóknirnar. Kínversk kona dó undir læknishendi eins trúboðans, eptir að skorið hafði verið til einhverrar meinsemdar á henni, varð af því uppþot og við það tækifæri rifin til grunna katólsk kirkja. I kirkju þeirri voru bein eiu- hvers dýrðlingsins, og þau voru að katólskum sið, sem byggist á Opinberunarbókinni 6. kap. 9. v., skrínlögð undir altarinu. Kínverjar náðu skríninu og sýndu inni- hald þess, sem sönnun á sakargiptunum, að kristnir menn legðu sjer til munns mannakjöt. Frá hjeraðsfundum 1895. 10. Hjeraðsfundur Rangvellinga var 20. sept. Við voru 4 prestar af 8 og 10 fulltrúar af 20, eða rjettur helmingur, en þá er iundur fyrst lögmætur, er »meira en helmingur . . . eru á íundi«. Lagðar voru fram skýrslur um barnapróf úr nokkrum presta- köllum. Fundurinn samþykkti að söfnuðir Teigs og Eyvindarmúla taki að sjer kirkjur sinar, og er þá í ráði að gjöra eina kirkju úr báð- um að Hlíðarenda.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.