Kirkjublaðið - 01.12.1895, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 01.12.1895, Blaðsíða 10
Lagt var til ab styrkveitingin úr sýslusjóði til utngangskennslu væri framvegis bundin við hreppa, en ekki prestaköll. Gefið var til prestsekknasjóðsins.. 11. Hjeraðsfundur Mýraprófastsdæmis var 12 sept. Við voru allir prestarnir (5) og 7 íulltrúar af 12. JFundurinn mselti með sameiningu Hjörseyjarkirkju við Akra- kirkju, er þá jafnframt afhentist söfnuðinum. 12. Hjeraðsfundur Dalaprófastsdæmis var 80. sept. Við voru allir prestarnir (5) og 4 fulltrúar af 9. Fundurinn mælti með aíhendingu kirkna að Stóra- Vatnshorni, Staðarhóli og Hvoli til safnaðanna. Barnapróf hötðu farið fram í 4 prestaköllum. Sjera Jóhannes L. L. Jóhannsson bar fram frumvarp til laga um þóknun til hjeraðsfundarmanna, 2 kr. á dag úr sjóðum kirkn- anna; og laun prófasta, 10 kr. úr landssjóði f'yrir hverja sókn í prótastsdæminu, en vísitazíulaun falli niður. Fundurinn samþykkti frumvarpið og óskaði að biskup hlutað- ist til þess, að það kæmi fyrir næsta alþingi. Sami bar og upp frumvarp til laga um lýsingar til hjónabands, að eins ein lýsiug fullum 3 vikum tyrir giptingu, og um skyldur og ábyrgð svaramanna, að hún lúti að eins að þegnum þurfa- mannastyrk. Frumvarp þetta var afgreitt sem hið fyrra. Fundurinn taldi æskilegt að börn sem njóta sveitakennslu væru sameinuð 5—8 í hóp, og hvert barn nyti minnst 4—8 vikna kennslu, ella varhugavert að mæia með styrk til sveitakennara. Fundurinn iagði og til að sveitastjórnir útveguðu hin allra-nauðsynlegustu kennsluáhöld. 13. Hjeraðsfundur Suður-Dingeyinga var 8. sept. Við voru 7 prestar af 10, og 11 fulltrúar af 18. Þar gjörðist ekkert fram yfir endurskoðun reikninga o. s. frv, Fundarfall er tilkynnt úr Austur-Skaptafells- og Strandapró- fastsdæmum, en ókomnar skýrslur úr Vestur-Skaptafells-, Barða- strandar-, Vestur-Isafjarðar-, Skagatjarðar- og JNorður Þingeyjar- prófastsdæmum. Sunnudagaskólar. Sunnudagaskólafundur Norðurlanda var haldinn í Stokkhólmi í ágústmánuði, samhliða hinum almenna kennaralundi. Fund þann sóttu um 2000 manns frá Norðurlönd- um, ailir í þjónustu sunnudagaskóianna. Nú telst svo til, að um heim alian sjeu íullar 2 milljónir af konum og körlum, sem kenni á slíkum skólum, en um 20 milljónir barna, sem sækja þá. Krossferðiruar. Þess var minnst með ýmsum hátíðahöldum í Kiermont á Suður-Frakklandi í sumar sem leið, að 800 ár voru liðin frá því er krossferðirnar tóku sig upp þaðan.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.