Kirkjublaðið - 01.12.1895, Page 11
2Í9
Gjáflr til minningarsjóðs lektors H. H.: Sjera Ólafur
Helgason, Stórahrauni 25 kr.; sjera Yilhjálmur Brietn, Goðdölum 3
kr.; sjera Benidikt Kristjánsson, Grenjaðarstað 20 kr.
Alls eru þá við lok nóvembermánaðar gefnar (afhentar og lof-
aðar) 362 kr.
Gefendur eru enn eigi nema 31 að tölu, af þeim eru 19 prestar,
7 kandídatar, 3 kennarar og 2 leikmenn.
Væntanlega koma enn nokkur samskot og verður þeim veitt
móttaka til póstkomu í marzmánuði. Þá verður samskotunum
lokið og skipulagsskrá samin.
Isaak Sharp. Hinn gamli og góði gestur vor, Isaak Sharp,
sem ferðaðist hjer um iand árin 1861 og 1862, er enn á lífi nálega
níræður og enn á prjedikunarferðum. I vor sem leið skýrði hann
á fundi kvekara frá hinum siðustu ferðum sínum og fannst mönn-
um mikið um þrek hans og sálarfjör, þótt hann sje síður en eigi
trúarákefðarmaður. Arið 1891 fór hann til Indlands (Bombay og
Kalkutta); frá Indlandi austur til Japans, þá austur um Hafið
Kyrra til Kalífornlu; þar lá hann veikur og var að kominn bana.
Litlu síðar var hann köminn á leið til Kínaveldis. Frá Kína heim-
sótti hann aptur Japan, og aptur Kalíforníu. Þá fór hann um
Mexíkó og Florida; þá sýktist hann enn. Var hann þá minntur á
að gæta betur sinna þverrandi krapta, en hann svaraði: »Gætið
þess vinir, að Drottinn þarf á sínum verkamönnum að halda, hann
er megnugur þess, að varðveita þeirra krapta. Það er til guðleq
forsjón, sú er valtir yfir oss. Þó að augu yðar sjeu apturlukt, þá
munið, að Drottinn ræðurc. Sviplík orð sem þessi talaði þessi
góði vinur Guðs og manna í min eyru, þegar jeg var túlkur hans
fyrir 33 árum siðan.
MATTH. JOOHVMSSON.
ICvittanir fyrir Kbl. 1895: Kand. Haraldur Níelsson,
Khöfn (5); sjera Vilhjálmur Briem, Goðdölum (10); sjera Ólafur
Petersen, Svalbarði (8); sjera Þorkell Bjarnason, Keynivöllum (8).
I lok nóvembermánaðar hefir ekki helmingur greitt andvirði
blaðsins þ. á.
ÍJtgetanda vantar sem stendur um 900 kr. til að fá bættan
kostnað til loka þ. á. Töluvert meira er útistandandi, þar á með-
al ekki svo lítið frá eldri árum, og koma þær skuldir mjög mis-
jafnlega niður á sýslur og fjórðunga.
En maður lifir i von betri tíða.
Prestakallalán: Dvergasteinsprestakalli er veitt nýtt lán að
upphæð 2000 kr., til endurbyggingar kirkjunni og Melstað 1200 kr.
lán tii túnbóta og vörzlubóta.