Kirkjublaðið - 01.01.1897, Blaðsíða 4
4
kirkju vorri á hinu nýbyrjaða ári, er Jesús vor frelsari.
Þegar vjer göngum inn um bið ókunna blið, inn til nýja
ársins, þá sjáum vjer hans nafn standa yflr dyrunum.
Það er ókunn gata fram undan oss öllum, en hann b(ð-
ur vor þar, frelsari vor, og hann vill vera vegbróðir vor
á leiðinni óförnu, sem fram undan oss er.
Látum þetta vera nýárshugsun vora, efum eigi að
hann sje sannarlega nálægur oss hjer í söfnuðinum á
þessari stundu, og komum nú til hans, með allar endur
minningar vorar og framtiðarhugsanir, með synd voraog
veikleika, með sorgir vorar og áhyggjur, með vonir vor-
ar og fyrirætlanir á nýju ári.
Hjer er inni margur maðurinn í dag og enginn er
öðrum líkur. Hjer er gamalmennið, sem vísast á nú
ekki eptir nema eitt óstigið spor inn á ókunna landið
hinum megin, og ungbarnið, sem nýlega hefir stigið fyrsta
sporið inn á hina ókunnu braut lífsleiðinnar hjernamegin;
hjer er hraustur og sjúkur; hjer eru smáir og stórir að
efnum, metorðum, vitsmunum; hjer er voldugur og ve-
sall, hryggur og glaður; enginn lítur sömu augum og
aðrir yfir liðið og ófarið skeið, hver á sinn eigin hugar-
reit, lifir sínu lífi. Eitt tekur þó til vor allra, er vjer nú
í byrjun ársins mætum frelsara vorum hjer í helgidóm-
inum: allir erum vjer syndugir, oss vantar alla svo
mikið til fjelagsskaparins, til bróðurbandsins sem hann
vill festa við oss, vor himueski frelsari. Það er svo ept-
irtektavert að í hinum fyrsta kapítula í hinu fyrsta riti
hins nýja testamentis, þar sem fyrst er getið nafnsins,
sem kristin kirkja setur yflr dyr hins nýja árs, þá er
nafnið útlistað með þeim orðum: »Hann mun frelsa sitt
fólk frá þess syndum«. Til þess er hann þá í heiminn
kominn, hann vill frelsa þig, kristni vin, hver sem þú
ert og hvernig sem högum þinum er háttað, hann vill
frelsa þig frá syndum þínum. Hann heflr endurleyst þig
og vill draga þig að sjer með sfnum kærleika, hann vill
draga þig til föðurins og kenna þjer að biðja með sjer:
Abba, elskulegi faðir! Hann vill vera lifandi kraptur í
sálu þinni, vermandi, lýsandi kraptur, hann vill helga
gleði þína, svala þjer í sorg þinni, styrkja þig í vanmætti