Kirkjublaðið - 01.01.1897, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.01.1897, Blaðsíða 6
G hversdagslegu störf, erfiði og áhyggjur. Og með þetta framundan oss og endurrninningarnar að baki, þá hlýtur sú hugsun að vakna hjá oss, hversu opt það fer um vorn innra mann á líkan hátt og vjer förum með hinn ytra. Vjer klæðum oss í sparifötin og komum hjer saman í þeim á helgum og hátíðum, en þess í milli tökum vjer þau eigi fram. Og eins vill verða um guðrækni vora. Þótt hjarta vort klökkni, þá kólnar það svo fljótt, hávaði heimsins glepur hjartafriðinn, hin heilögu áform gleym- ast. Eina stund á viku, er vel lætur, erum vjer með hugann í hæð, en svo á veröldin hitt. En nú er það einmitt það, sem vjer biðjum og þráum, svo sannarlega sem vjer finnum til návistar frelsara vors, á þessari stundu, að hann verði vegbróðir vor alla leiðina, yfirgefi oss aldrei. Og hann yfirgefur oss aldrei, ef vjer eigi yf- irgefum hann. Eins og hann með sínu náðarnafni kemur á móti oss hjer í helgidóminum i dag, eins vill hann fylgja oss inn á heimili vor og vera með oss í vorum daglegu störfum, vera heimilisgestur vor á nýja árinu. Á heimilum vorum eru lífsförunautarnir, skildir og óskildir, sem vjer á hverri stundu dagsins höfum skipti við í orði og verki. Heimilið hefir oss að færa á árinu flestar sælu- stundir í kristilegri kærleikssambúð, eða þáflestar beiskju- stundir í þjónustu syndarinnar. Nú vill hann einmttt frelsari vor vera einn Jífsförunauturinn á heimilinu til að helga það og blessa með nálægð sinni. En það eru svo sára mörg heimili þar sem hann getur eigi verið heimil- isgestur, fær eigi að vera það. Hann gekk inn í hið lítilfjöriegasta hreysi á sínum hjervistardögum og hann vill enn gjöra það, sje þar hjarta inni fyrir, sem veitir honum húsrúm. Hann vill vitja þess heimilis, hversu fá- tækt og aumt sem það er. Þessi hugsun þarf að vera sívakandi hjá oss, að Jesús frelsari vor vill vera hinn ó- sýnilegi gestur á heimilum vorum allan ársins hring. En hve margt kemur það eigi daglega fyrir á heimilum vor- um, sem rekur hinn góða gest á flótta. Hann vantar húsrúmið af því að hann vantar hjartarúmið. Vjer finn- um það allir, samvizka vor hvers um sig segir honum það, hvað margt og mikið það er, sem spillir heimilislif-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.