Kirkjublaðið - 01.01.1897, Page 5
5
r
þinum. — En hann hinn heilagi og syndlausi, hann get-
ur eigi búið þar sem syndin drottnar.
Það er hin alvarlega nýárshugsun, sem á að vakna hjá
oss, hverjum þeim, sem kýs að haía Jesúm fyrir veg-
bróður sinn á riýbyrjuðu ári. — 0 að vjer gætum nú
allir sagt eins og lærisveinarnir, sem gengu til Emaus á
páskadagsmorgun: »Brann ekki hjarta okkar í okkur,
meðan hann talaði við okkur á veginum?« (Lúk. 24. 32).
— Hann talar enn stöðugt við oss á veginum, í sínu orði
og í sínu dæmi, með öllu lífi sínu, krossdauða, upprisu
og himnaför. Hvort brennur þá hjarta vort í oss? Það
er sá eldurinn, kærleikseldurinn til hans, sem hreinsar
hjarta vort frá syndinni, gefur oss lif af hans lífi. Það
eru gjafirnar, sera hann vill gefa oss á nýju ári, vor
blessaði vegbróðir, það er fyrirgetning syndanna, friður
og fögnuður í heilögum anda.
Þú værir eigi hingað kominn, í Drottins hús í dag,
kristni vin, ef þú elskaðir eigi nafnið, sem þjer er boð-
að frá þessum stað i dag, nafnið Jesú, nafnið frelsara
þíns. Má jeg ekki segja það afdráttarlaust við hvern og
einn, sem heyrir orðið flutt í dag, hjartafeginn vildi jeg
mega segja það sem sannmæli um hvern og einn, en þá
vil jeg um leið spyrja þig, biðja þig að leggja þjer þá
spurningu á hjarta, hvort þú þá elskar nafnið svo heitt,
hvort hann sem það ber er þjer svo kær, að þú hans
vegna og með hans fulltingi hverfur frá synd þinni og
sjálfselsku og lifir hans lifi, lífi bænarinnar, guðhræðsl-
unnar og kærleikans? — Engin nýárshugsun er eins al-
varleg og þessi: Á Jesús frelsari minn að vera vegbróð-
ir minn á nýbyrjuðu ári, eða á syndin að vera það? —
Á slíkri stundu sem þessari eiga hjörtu vor að brenna,
svo að vjer eing og lærisveinarnir á göngunni til Emaus
biðjum hann, Drottin vorn og frelsara, að vera hjá oss,
og sleppum honum cigi fyr en hann hefir tekið sjer bú-
stað hjá oss. Einmitt á þessari stund endurminninga og
framtíðarhugsana sje það vor heilaga ástundan, sje það
nýársblessunin, sem vjer sækjum í hans hús.
En innan lítillar stundar göngum vjer hjeðan til heim-
ila vorra. Helgidagurinn líöur og á morgun byrja vor