Kirkjublaðið - 01.01.1897, Síða 9

Kirkjublaðið - 01.01.1897, Síða 9
9 en hugleiðingum um endurreisn synodusar undir hinu gildandi kirkjustjórnarfyrirkomulagi. Nú skulu í byrjun ársins vakiu tvö slík ákveðin um- ræðuefni, annað ætlað sjerstaklega prestunum, hitt leik- mönnunum, auðvitað eigi svo að skilja, að eigi sjeu þakk- látlega þegnar góðar bendingar frá leikmönnum um hið fyrra og frá prestum um hið síðara. Um hið fyrra at- riði sjerstaklega ætlar ritstjóri Kbl. sjer og að taka til máls, þar sem það í »teóríunni«, eða sem fræði, er enn sem óruddur akur hjá oss, og búast má við af kennara prestaskólans 1 þeirri grein, að hann sitji eigi þegjandi hjá. Það vill hann eigi gjöra, en mest er í varið, að lífsreynslan tali í þeim efnum. Fyrra umræðu-efnið, sem þá er sjerstaklega beint að prestunum, er sdlgœzlan í sírmm margvislegu myndum. Prestsstaða, sje hún meira en nafnið tómt, er óhugsan- leg án sálgæzlu, prestsstaðan öll er hirðisstarf,-sálgæzla. Um hana hefir sárlítið verið hugsað og ritað hjá oss, að minnsta kosti þegar sálgæzluhugmyndinni er markað sjer- legt svið innau hiunar prestslegu starfsemi, og auðvitað er hjer um það að ræða. Af slíku tagi mætti nefna hina vel sömdu grein um »að vitja sjúkra« í 5. árg. Kbl. Þar sem hjer að framan er búist við mestu og beztu af lífs- reynslu eldri presta, má það eigi hræða hina yngri frá að vitna um sína reynslu, þótt styttri sje. Hjer vantar bæði þekkingu og framkvæmdir og að mörgu er að finna, en víða góður vilji. Hitt umræðuefnið, sem jeg sjerstaklega vil beina að leikmönnum, eru orsakirnar til hinnar hnignandi altaris- göngu. Skýrslur biskups 1 Kbl. fyrir 6 ára tímabil um altarisgöngur hjá oss hafa opnað augu manna á hinni vaxandi vanrækt kvöldmáltíðarsakramentisins. Altaris- gangan er svo víða orðin lítið annað en samfylgd for- eldra og vandamanna með nýfermdu börnunum, af þvi að það er þó enn siður — því miður líklega stundum bara sem skyldutízka eins og hin lögboðna ferming — að þau sjeu til altaris eptir ferminguna. Heyrzt hefir það og, að farið sje að slá fermingarbörnunum saman af fleirum heimilum; þau fara svo og svo mörg með þeim fullorðnu

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.