Kirkjublaðið - 01.01.1897, Page 12

Kirkjublaðið - 01.01.1897, Page 12
12 Friðrik og þeim báðum. Erindið er svo vel þýtt, að það þarf ekki nema að lesa það einu sinni til að muna það: Þú, sem hefnd og hatur telur hitnins bob ó gæt að þjer; sjer þú ei hann inni felur alla menn í faðmi sjer, Hvað veizt þú um himins vegi, huldu ráðin skaparans ? Mælt þú hefir enn þá eigi undurdjúpið kærleikans. Borgaralegt hjónaband. Síðastliðið haust var í ríkisþinginu danska borið upp lagafrumvarp um borgaralegt hjónaband, sem skyldukvöð fyrir alla, er það lögfullt hjónaband, en hjónunuro 1 sjálfs- vald sett, hvort þau á eptir biðja um kirkjulega vígslu, en prestar eru eigi skyldir að veita þá vigslu. Þetta lagafrumvarp er eigi síður sprottið af kirkjulegum áhuga en af kæruleysi og óvild til kirkjunnar, sjerstaklega hlýt- ur það að vera óþægilegt fyrir prestinn að hafa um hönd hina kirkjulegu vígslu, er hann veit með vissu, að brúð- hjónin leita alls eigi til hans til að fá blessun kristinnar kirkju, heldur vegna lagaboðsins. Arið 1895 var fyrir ríkisdeginum frumvarp þess efnis að borgaralegt hjóna- band skyldi ieyft þeim sem óskuðu og prestum þá jafn- framt leyft að neita um vígslu. Því frumvarpi var þó fremur daufiega tekið og ráðgjafinn kvaðst heldur geta verið með lögskipuðu borgaralegu hjónabandi fyrir alla. Borgarstjórnir og hreppstjórar gefi saman, og kostar giptingin 5—6 krónur, en ekkert lögboðið gjald verður þá fyrir kirkjulega vígslu. Seinna verður skýrt frá af- drifum frumvarpsins. Eins og menn muna fóru lögin um borgaralegt hjóna- band frá þinginu 1895 í þeirri mynd sem ríkisdagurinn danski hafnaði, nefnilega að slíkt hjónaband skyldi leyft en eigi fyrirskipað, því að þótt sumir þingmenn og það einmitt af kirkjulegum ástæðum kysu fremur lögskipað borgaralegt hjónaband, og biskup, sem var helzti and- mælandinn, teldi það fremur aðgengilegra, þá vildu menn

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.