Kirkjublaðið - 01.01.1897, Page 14

Kirkjublaðið - 01.01.1897, Page 14
14 Höfuðdeild grísk-katólsku kirkjunnar, fjölmennust og máttar- mest, er hin rússneska eða slafneska kirkja. Pjetur mikli tók sjer valdið yfir henni sem rússneskur páfi, en Rússakeisari hefir sjer við hlið sem œðsta kirkjustjórnarráð hina »heilögu synodus«, sem margir hafa heyrt að illu getið fyrir kúgun og ofsóknir. Þar er ríkiskirkja í algleymingi sínum, og hvorki hugsunarfrelsi nje trú- frelsi, nje umburðarlyndi. Otrúlegar eru sögurnar frá hinum síð- ustu árum um ofsóknir gegn lúterskum mönnum í löndum Rússa við Eystrasalt; áður kom það mest niður á hinum katólsku Pól- verjum. Guðsþjónusta Rússa, eins og yfir höfuð guðsþjónustan í grísku kirkjunni, er að lcalla tóm altarisþjónusta og söngur, þó syngur eigi söfuuðurinn, heldur fastur söngflokkur, og líkara er það tóni en okkar söng, ekki eru hljóðfæri notuð við sönginn. Altarisþjón- ustan er ákaflega margbrotin og löng, eru þar prestar og djáknar upp á palli og skilur »myndaveggurinn«, — sem svo er nefndur af hiuum skrautlegu líkneskjum og myndum af Kristi, postulum og dýrðlingum, sem skyggja á altarið, — kórinn frá kirkjunni. Nógu skrltið er að hugsa sjer það, að þessi myndaveggur á sama upp- runann og prjedikunarstóllinn hjá oss. A mótum kórs og kirkju var í fornkirkjunni lesið og prjedikað frá dálítið upphækkuðum palli með grindum (cancelli) í kring um. Vestur frá varð úr þessu ræðustóll, frálaus kórnum, •— það á enga heimild í fornkirkjunni að hafa prjedikunarstól við altarið eða yfir því, — austur frá færðust grindurnar yfir þveran kórinn að framan, og urðu að þess- um myndaröðum. Þrjár eru dyr á »myndaveggnum« þar sem prestar og djáknar koma og hverfa, öll er guðsþjónustan líkust syningu í leikhúsi, enda tilgangur hennar að gjöra líf Krists á jörðuuni og fórnardauða lifandi fyrir sjónum manna; aðkomandi menn annarar trúar skilja sáralítið í þeim sýningum, en kristin- dómsfræðsla manna þar austur frá, að svo miklu leyti sem um hana er að ræða, beinist helzt að því, að kenna almenningi þýð- ingu allra þessara snúninga, skrýðinga og afskrýðinga o. s. frv. Innileg trú og guðrækni mun þrátt fyrir þetta eigi standa mikið lægra hjá almenningi, en í upplýstari löndum, þar sem prjedikun- in er aðalatriði guðsþjónustunnar. I Rússlandi eru bæði »svar’tir« klerkar og »hvítir«, nefndir svo eptir búningnum. Svörtu klerkarnir lifa klausturllfi, fá þeir allgóða menntun, og eru úr þeim flokki teknir biskupar, ábótar og enda liöfuðprestar stórbæjanna. Hvítu klerkarnir eru sveitaprest- ar, læra þeir lítið annað en bænalestur og tón. Æðri klerkdómur- inn, hinir »svörtu«, lifir einlífi, hinir »hvítu« eru skyldir að gipt-

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.