Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 5
69 allvíða miklar smekkleysur, og eru hin tilvitnuðu vers með því lakasta af því tagi. Sálmar þessir eru reyndar ekki að öllu frumsamdir, þar sem þeir eru kveðnir eptir Gerhardi-hugvekjum (sem alþýða stundum í skopi kall- aði »glerhörðu«hugvekjurnar). Annars læt jeg það ósagt, hvort rithöfundar þeir og skáld, sem lýsa helvíti svo greinilega »eins og þeir hafi verið þar heimagangar«, hafi verið mjöghjátrúarfullir. Að minnsta kosti verður það ekki dregið eingöngu af þessum lýsingum. Það hefir aldrei verið mikið orð á því gjört, svo jeg muni til, að hið heimsfræga skáld Dante (f 1321) hafi verið mikill hjátrúarbelgur, og hefir þó líklega engum tekizt eins upp að lýsa helvíti sem honum. Það er og kunnugt, að menn allvíða í skáldskap hafa sterk orð og líkingar, sem eng- inn ætlast til að sjeu tekin bókstafiega; en það fer eptir hvers eins smekk, hvað hann málar með sterkum litum. Til þess að taka dæmi, sem flestum íslenzkum mönnum er kunnugt, má nefna kvæðið »Glám« eptir dr. Grím Thomsen. Það er leitun á eins. draugalegri lýsingu, sem þar er; þar er málað með svo dökkum litum, að það liggur við að kvæðið geti gjört mann myrkfælinn; en varla mun nokkrum koma til hugar að draga af því þá ályktun, að höfundurinn hafi verið rammur draugatrúar- maður. Sama skáld hefur kveðið margt um landvættir, álfa og aðrar kynjar, og verður hann þó vonandi aldrei talinn með hjátrúarmönnum. Með þessu er því þó eng- anveginn neitað, að ýmsir 17. aldar menn hafi veriðhjá- trúaðir í meira lagi, heldur er að eins sýnt fram á það, að hin sterku eða freklegu orðatiltæki þeirra eru ekki næg sönnun fyrir því. Það er mjög svo ólíklegt, að nokkrum heilvita manni hafi komið það til hugar, að hann vissi nákvæm skil á því, hvernig hagaði til í hel- víti, þó að sumir væru að sýna list sína í því að lýsa því all-nákvæmlega; hafa þeir og ef til vill ætlað, að slíkt mundi verka með meira krapti en ella; má og vera, að slíkt hafi ekki verið ástæðulaust. Líkt er að slnu leyti með lýsingar manna á sælu eilífs lífs. Eigi er það líklegt, að menn hafi á 17. öld trúað því, að eilíf sæla væri í því fólgin, að eta feitar krásir og drekka vín. í heiðni var það raunar trú manna hjer á Norðurlöndum,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.