Alþýðublaðið - 20.09.1960, Qupperneq 4
/' ÁÆTLUNIN er sem kunn-
mgt er byggð upp sem keðja af
ráðstöfunum, sem vinna að
vissu leyti hver gegn annarri.
Gengislækkunin sjálf hækk-
ar verðlagið og skerðir lífskjör
in, en auknar fjölskyldubætur
1 -og niðurgreiðslur koma á móti.
Meðalfjölskyldu mun við
lækkun tekjuskattsins spar-
ast álíka miki'l útgjöld eins og
. aukningu vegna hækkunar á
sölusatti í innflutningi og
söluskatti í smásölu nemur.
-Fyrir fjölskyldur með lágar
tekjur og mörg börn hafa fjöl-
1 skyldubæturnar sérstaklega
mikla þýðingu, en fyrir fjöi-
. skyldur með hærri tekiur
imuh skattalækkunin vera
þýðingarmeiri. Nettóáhrifin
verða þannig mismunandi fyr-
ir mismunandi fjölskyldur ef
ir stærð þeirra, tekjum og
i neyzluvenjum.
Það hefur reynzt mér ó-
ikleift að athuga þessi áhrif
Æyrir imismunandi fjölskyld-
•ur. En samkvæmt ósk minni
hefur Hagstofa íslands sýnt þá
velvild að reikna út í krónu-
tölu samanlögð áhrif aðgerð-
anna á afkomu meðalfjöl-
skyldu í Reykjavík. Útreikn-
ingurinn er bundinn við fjöl-
iskyldu, sem að því er snertir
^tærð, tekjur og neyzluvenj-
'ur má skoða sem meðaltal af
almennum fjölskyldum b.æj-
arins. Það eru hjdn með 2,2
börn, og nota þau 66 400 krón
ur á ári' Fyrir slíka fjölskyldu
hafa ráðstafanirnar eftirtalin
áhrif:
Aukin útgjöld:
-Gengislækkun ......... 7900
3% sölusk. -j- hækkun
á sölusk. í innflutningi
-f- niðurfelling á 9%
söluskatti á innlendri'
vöru og þjónustu .... 1950
Aðrar ástæður:
Ýmsar hækkanir, sem
ákveðnar eru í meira
eða minna samhengi
við gengislækkunina . 980
10830
Sparnaður:
Hækkun íjölskyldubóta 5000
Auknar niðurgreiðslur . 760
Lælikun tekjuskatts .. 2090
Aðgerðirnar munu auka út
gjöldin um ca. 3000 kr. nettó.
Miðað við heildarútgjöldin
þýðir þetta 4,5% lækkun kaup
máttarins.
Áætlunin gerir með öðrum
orðum ráð fyrir tilfinnanlegri
lífskjaraskerðingu hjá al-
mennum launþegum. Áhrifin
munu þó, eins og áður var
drepið á, vera breyti'leg eftir
stærð fjölskyldunnar, útgjöld
um vegna húsnæðis, tekjum
og því, hvernig tekjunum er
varið. Það er kostur við áætl-
unina, að reynt er að hlifa
barnmörgum fjölskyldum.
B'æði skattalækkunin, niður-
greiðslurnar og fjölskyldu-
bæturnar stefna að því. Eftir
opinberum útreikningum ættu
aðgerðirnar ekki að breyta
afkomu fimm manna fjöl-
skyldu með 60 000 kr. tekjur.
Ég hef ekki farið yfír þennan
útreikning ,en geri ráð fyrir,
að þær breytingar, sem gerð-
ar hafa verið á áætluninni,
hafi fært skurðpunktinn miUi
kosta oe galla í átt til stærri
fjölskyldna. Fjölskyldur með
fjögur börn eða fleiri ættu þó
að vera skaðlausar og vel það.
Sama er að segja um gamalt
fólk og öryrkja, þar sem bæí-
ur trygginganna voru hækk-
aðar um 44%.
Enn fremur tel ég ástæðu til
að leggja áherzlu á, að hinar
nýju aðgerðir í íélagsmálum
eru varanlegar gagnstætt þvl,
sem er um sumar þeirra að-
gerða, sem eru í óhag. Með
hinum nýju fjölskyldubótum
og persónufrádrætti við skatt
lagningu til ríkisins hefux ís-
land í þessu tilliti skipað sér í
fremstu röð meðal þjóða
heimsins. Bæði fjölskyldubæt
urnar og persónufrádráttur-
inn eru til dæmis allmiklu
hagstæðari en í Noregi. Aftur
á móti er hækkun söluskatts
í innflutningi úr 7,7 í 16,5%
skoðuð sem bráðabirgðaráð-
stöfun. Þagar hægt veður að
lækka skattinn aftur, mun
það, eftir þeim upplýsingum,
sem ég hef fengið, hafa í för
með sér 3% sparnað fyrir
vísitölufjölskylduna.
Slík lækkun ætti að mínum
dómi að ganga fyrir jafnskjótt
og hægt er að framkvæma
hana. Ekki sízt vegna þess,
að eftir gengislækkunina sit-
ur ísland uppi með óvenju
3. grein
irrTTr™ma,,,,an.irffjTfjj
háa tollvernd, sem ekki aðeins
gerir vörurnar dýrari, heldur
getur einnig hvatt til frarn-
leiðslu og atvinnurekstrar,
sem hvorki í bráð eða lengd
er hagkvæm fyrir heildina. Á
sama tíma sem bæði útgerðina
og fiskvinnslustöðvarnar
skortir vinnuafl, ber að forð-
ast eins og unnt er að opna
leiðir fyrir atvinnurekstur,
sem aðeins getur þrifizt í
skjóli hárra tollmúra.
• ri.
SKATTA- OG ÚTSVARS-
BREYTINGARNAR
; Nær allir munu hafa hag af
breytingum reglnanna um rík
isskattinn. Fjölskyldur með
lágar tekjur og mörg börn
greiddu þó lága skatta áður
og hlýtur það að takmarka
hagnað þeirra af breyting-
unni. Hin mikla hækkun fjöl-
skyldubótanna mun hafa scr-
staklega mikla þýðingu fyrir
þesar fjölskyldur. Við skatta
breytinguna hefði að mínurn
dómi verið hægt að bæta að-
stöðu láglaunafólks meira en
gert var, með þvi að hækka
persónufrádráttínn við áiagn
ingu útsvars i stað þess að
lækka útsvarsstigann. Þar
sem lækkun tekjuskattsins er
mest að krónutölu á. meðal-
tekjum og hærri tekjum, hlaut
það að vera æskilegt, að sveit
arfélögin tækju einkum tillit
til fjölskyldna með lægri tekj-
ur.
Mig skortir þekkingu til að
geta lagt dóm á réttmæti
skattabreytinganna, eins og
þær voru framkvæmdar. Það
hefur verið útskýrt fyrir mér,
að skattakerfið hafi ekki ver-
ið lagfært nægilega að und-
aníörnu með tilliti til hækk
unar tekna að krónutölu
vegna verðbólgunnar, þannig
að margir launamenn urðu of
hart úti. Breytingin frá tekju
skatti í söluskatt hefur einnig
verið útskýrð sem tilraun til
að skipta skattabyrðunum af
meira réttlæti á launatekjur
og tekjur af sjálfstæðum at-
vinnurekstri. Ástæðan er auð
vitað sú, að allir verða að
greiða söluskatt, en mjög há-
ar upphæðir eru dregnar und-
an tekjuskattinum. Einmg er
á það bent, að erfiðara er fyr-
ir atvinnurekendur að korn-
ast undan söluskatti en tekju
skatti', þar sem skattstigarnir
eru svo ólíkir. Atvinnurek-
andinn verður að fela miklu
hærri upphæðir til að sleppa
við 1000 krónur í söluskatti,
heldur en hann þarf xil að
sleppa við jafnmikinn tekju-
skatt.
. Mér hefur virzt, án þess að
geta athugað það nánar, að sið
ferði í skattamálum á íslandi
standi á jafnvel ennþá lægra
stigi en í Noregi. Þó get ég
ekki að pvi gert, áð mér finnst
að það megi gera meira til að
koma í veg fyrir þennan ó-
sóma Ekki sízt vegna þess að
hér eru málin minni umfangs
og einfaldari en á hinum Norð
urlöndunum.
Þetta -er mál, sem hefur
mikla og almenna þýðingu
✓
fyrir alla launþega á íslandi.
í Noregi fer nú fram yfirgrips
mikil opinber athugun á hm-
um margvíslegu áhrifum alls
skattakerfisins. Eftir því, sem
ég hef komizt næst, mun slíkr
ar athugunar ekki vera síð.ur
þörf hér á landi. Yerlcalýðs-
hreyfingin ætti að mínum
dómi að gangast fyri'1’ því. að
nákv.æm rannsókn á áhrifum
skattakerfisins færi fram og
fá sérfræðinga til að gera til-
lögur um hugsanlegar endur-
.bætur. í nútíma velferðarríki
hljóta skattarnir að vera há-
ir, svo að ríkið fái fé til að
láta í té þau gæði, sem þegn-
arnir eiga kröfu til. Vel skipu
lagt og réttlátt skattakerfi er
nauðsynlegt skilyrði slíks
þjóðfélags á sama hátt og
skattsvikin eru ógnun við það.
AÐGERÐIRNAR
OG FJÁRFESTINGIN
Þó að umræður um aðgerð-
irnar á öpinberum vettvangi
hafi ei'nkum snúizt um þau á-
hrif, sem þær haíá strax á
verðlag og neyzlu einstak-
linga, er það skoðun mín, að
þeim sé ekki síður beint að
fjárfestingunni. Hin áætlaða
lækkun neyzlunnar getur ekki
haft í för með sór nema hluta
af þeim sparnaði, sem nauð-
synlegur -er til að jafnvægl
náist í þjóðarbúskap íslend-
inga bæði út á við og inn á
við. Afgangurinn verður að
fást við niðurskurð á fjárfest-
4 20. sept. 1980 — Alþýðublaðið
ingunni. Því er haldið fram,
að fjárfestingin sé of mikil og
að nokkru leyti framkvæmd;
af óhagsýni. Mér finnst margt
styðja þessa skoðun. Inn-
an verkalýðshreyfingarinnar
heyrðí ég einnig raddir um,
að fjáríestinguna mætti
minnka miki'ð.
Þrátt fyrir þetta tel ég á-
stæðu til að benda á, að fjár-
festingin hefur mikia þýð'r.gu1
í athafnalífi laudsins og að of
mikill niðurskurður hennaj;
gæti haft óheppilegar afleið-
ingar í formi minn, atvinnu
og þar með veikari samninga-
aðstöðu launþega gagavari at
vinnurekendum. Ef nauðsyn-
legur sparnaður heíði átt að
fást eingöngu með því að
skera niður fjárfestinguan, sé
ég ekki betur en það hefði haft
hinar alvarlegustu afleiðingar
á vinnumarkaðnum. Á þeim
stutta tíma, sem mér gafst til
að athuga þessi mál, tókst
mér ekki að meta áhrifin af
þeirri skiptingu, miUi neyzlu
og fjárfestingar, sem valin
var. Hér er um að ræða al-
vöruþrungið matsatriði, sem
hefur hina mestu þýðingu fyr
ir launþega og samtök þeirra.
Menn verða að gera sér Ijóst,
að sá hluti sparnaðarins, sem
ekki fæst með lækkun rievzl-
unnar, hlýtur að koma fram I
minni fjárfestingu og uni ieio
daufara athafnalíf; í lanchnu.
Við þetta mat verður að sjálf
sögðu að taka tillit til þess, að
nægileg og hagkvæm íj árfest
ing er nauðsynlegt skilyrði
fyrir eðlilegrf þróun acvinnu-
hátta í landinu, þegar til
lengdar lætur.
Höluðdr.ættir áætlunarinn-
ar bera það með sér, að mjög
mikill hluti sparnaðarins verð
ur að fást gegnurn fjárfcstirg-
una. 'Spurni'ngin er þá sú, að
'hve imiklu leyti því marki verð
ur náð með ráðstöfununum.
Einfalt svar við þessu er
tæplega til. Ekki sízt vegna
þess, að framkvæmdir eru á-
kveðnar út frá mjög misrnun
andi sjónarmiðum. Sumar eru
ákveðnar út frá því, hvernig
atvinnurekendur meta þróun
ina framvegis, aðrar út frá
möguleikum á lánum og enn
aðrar af beinni nauðsyn.
Verulegur hluti fjáríesting-
ar á íslandi er framkvæmdur
eða styrktur af ríki og sveit-
arfélögum. Það gefur að sjálf-
■sögðu mikia möguleika til að
hafa hönd í bagga, ef pólitísk
ur vilji til þéss er fyrir hendi.
Sumir virðast leggja mikla
áherzlu á háa vexti sem úr-
ræði til að draga úr fjárfest-
ingu. Mér er ekki kunnugt
um reynslu frá nokkru landi,
sem heíur búið við e’ns háa
vexti og ísland nú. En mér
virðist að í Noregi og öðrum
löndum, þar sem ástandið er
nokkurn veginn eðUIegt, hafi
vextirnir ekki veruleg áhrif á
fjárfestinguna. Reynsla ís-
lendinga frá stríðslokum virð
ist heldur ekki benda til þess.
Vextirnir hafa áður verið til-
tölulega háir hér, án þess það
hafi komið í veg fyrir met í
Framhald á 10. síðu.